fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Pressan
Fimmtudaginn 16. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar tíu ára drengs segja að einelti sem hann varð fyrir í skólanum hafi reynst honum ofviða og orðið til þess að hann svipti sig lífi.

Pilturinn, Sammy Teusch, frá Indiana í Bandaríkjunum, var í 4. bekk og segjast foreldrar hans, Sam og Nichole Teusch, hafa kvartað undan eineltinu við skólayfirvöld að minnsta kosti 20 sinnum. Skólinn hafi gert lítið sem ekkert til að uppræta eineltið og jafnvel neitað því að það ætti sér stað.

Sam og Nichole ræddu málið við bandaríska fréttamiðilinn WTHR á dögunum og rifjaði Sam upp þegar hann kom að syni sínum látnum þann 5. maí síðastliðinn. „Ég tók hann í fangið. Ég gerði það sem enginn faðir á að þurfa að gera. Í hvert skipti sem ég loka augunum sé ég hann,“ sagði hann.

Eineltið hafði staðið yfir í langan tíma, að sögn foreldra Sammy.

„Í byrjun var gert grín að því að hann væri með gleraugu. Svo var gert grín að tönnunum í honum. Þetta gekk svona í langan tíma. Það var ráðist á hann í skólarútunni, börnin brutu gleraugun hans. Ég hringdi í skólann og spurði hvað þau ætluðu eiginlega að gera. Þetta versnaði og versnaði og versnaði. Skólinn vissi alveg hvað var í gangi,“ segir Sam.

Nichole segist telja að sonur hennar hafi einfaldlega gefist upp á eineltinu og ótilgreint atvik sem varð inni á salernum skólans nokkrum dögum fyrir andlát hans hafi gert útslagið. Eftir það hafi hann ekki þorað að fara í skólann.

Skólayfirvöld sögðu í yfirlýsingu að ekkert umburðarlyndi (e. zero tolerance)  væri þegar einelti er annars vegar. Amma Sammy, Cynthia Teusch, gagnrýnir þetta og segir að skólayfirvöld séu að reyna að fría sig ábyrgð í þessu sorglega máli.

_____

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“