fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2024 14:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fangelsi í Bretlandi fyrir að myrða nágrannakonu sína og tvær barnungar dætur hennar með því að hella bensíni inn um bréfalúgu á heimili þeirra og kveikja í. Er tilefni ódæðisins sagt vera deilur nágrannanna um frágang á rusli en morðinginn vildi meina að konan hefði skilið eftir rusl í húsasundi nærri heimilum þeirra beggja.

Atburðirnir áttu sér stað í Clifton sem er úthverfi borgarinnar Nottingham á Englandi.

Morðinginn, Jamie Barrow, sem er 32 ára framdi morðin í nóvember 2022 að sögn eftir að hafa drukkið þó nokkra bjóra. Nágrannakona hans hét Fatoumatta Hydara og var 28 ára. Dætur hennar hétu Fatimah Drammeh og Naeemah Drammeh. Litlu stúlkurnar voru þriggja og eins árs gamlar. Mægðurnar létust allar vegna reykeitrunar.

Of þungur dómur

Barrow var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 44 ár en áfrýjunardómstóll hefur nú mildað dóminn yfir honum í möguleika á reynslulausn eftir 38 ár á þeim grundvelli að fyrri dómurinn hafi verið óhóflegur miðað við kringumstæður málsins.

Lögmaður Barrow sagði upprunalega dóminn vera of þungan miðað við dóma í sambærilegum málum og dómarar áfrýjunardómstólsins tóku undir það með honum. Dómararnir vottuðu fjölskyldu mæðgnanna samúð sína og lögðu áherslu á að með því að milda dóminn væru þeir alls ekki að gera lítið úr alvarleika glæpsins.

Dómari í undirréttinum hafði á síðasta ári sagt að Barrow hefði enga iðrun sýnt. Við þau réttarhöld kom fram að Barrow hefði hellt bensíninu ofan í flösku af hreinsiefni sem hafi verið með nægilega mjóum stút til að hann gæti stungið honum inn um bréfalúguna og hellt bensíninu inn í íbúðina. Þetta þótti til marks um eindreginn brotavilja Barrow.

Þetta gerði hann að nóttu til á meðan mæðgurnar sváfu. Barrow stóð fyrir utan íbúðina og fylgdist með eldinum breiðast út og gekk síðan í rólegheitum í burtu með hundinn sinn í eftirdragi.

Bar kennsl á líkin á afmælinu sínu

Barrow hefur ekki gefið upp hvað honum gekk til. Saksóknari segir að auk reiði hans vegna ruslsins sem sagt er hafa verið skilið eftir í húsasundinu hafi Barrow verið ósáttur við hávaða frá mæðgunum og viljað flytja í annað húsnæði á vegum borgarinnar, en bæði hann og mæðgurnar bjuggu í félagslegu húsnæði, til að vera nær syni sínum.

Aboubacarr Drammeh eiginmaður Fatoumatta og faðir Fatimah og Naeemah var ekki heima þegar Barrow kveikti í. Hann var staddur í Bandaríkjunum og hélt þegar í stað til Bretlands þegar hann frétti hvað hafði gerst. Svo vildi til að daginn sem hann bar kennsl á lík konu sinnar og dætra átti hann 40 ára afmæli.

Hann segir að allar götur síðan hafi hann lifað í algjöru myrkri og vonleysi sem hann óski engum að upplifa, þar á meðal Barrow.

Daily Mail greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið