Þetta er í fyrsta sinn sem dauðsfall er rakið til myglusvepps í byggingum ríkisspítalans.
Berlingske skýrir frá þess og hefur þetta eftir móður Villads, Camilla Hagelund Olsen.
Villads var lagður inn á ríkisspítalann 2022 þar sem hann fékk lyfjameðferð gegn hvítblæði. Hann var útskrifaður þann 2. desember sama ár eftir að það tókst að gera út af við krabbameinið.
Hann lést átta dögum síðar af völdum sveppasýkingar.
Í lok apríl á þessu ári úrskurðaði úrskurðarnefnd um bætur til handa sjúklingum að fjölskylda hans skuli fá greiddar bætur því hann hafi „nánast örugglega“ látist af völdum sveppasýkingar sem hann varð fyrir á ríkisspítalanum.
„Þessi úrskurður færir okkur ekki Villads aftur. Óháð öllu öðru, þá er hann dáinn, en það er hræðilegt að hugsa til þess að hann væri líklega enn hjá okkur ef ekki væri fyrir þessi vandamál sem ríkisspítalinn á í með byggingarnar sínar,“ sagði Camilla Hagelund Olsen.
Berlingske hefur fjallað um málefni spítalans um langa hríð og meðal annars varpað ljósi á að krabbameinssjúk börn hafa fengið sveppasýkingu á meðan þau hafa dvalið á spítalanum.
Frá 2017 hafa 21 sjúklingur og einn starfsmaður greinst með sveppasýkingu á spítalanum. Átta af sjúklingunum voru krabbameinssjúk börn.