Einhverjir eigendur iPhone hafa fengið meiri nætursvefn en þeir vildu því af einhverjum óútskýrðum ástæðum hefur vekjaraklukkan í sumum tækjum hætt að virka.
Wall Street Journal hefur eftir talsmanni Apple að fyrirtækið vinni nú að því að lagfæra gallann, en ekki er vitað hversu margir hafi orðið fyrir áhrifum, hvort einhver tiltekin tæki séu sökudólgurinn eða einhverjar tilteknar útgáfur af stýrikerfum.
Talið er að um 1,3 milljarðar jarðarbúa noti iPhone-snjalltæki dagsdaglega.