fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2024 22:30

Mynd úr safni.. Mynd-Wikimedia Commons/Matthew Field

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður segir að krókódíll, sem reynst hafi honum ómetanleg stoð og stytta í baráttu við þunglyndi undanfarin áratug, hafi horfið þegar þeir félagarnir voru á ferðalagi í Georgíu-ríki.

Þetta kemur fram í umfjöllun NBC.

Maðurinn heitir Joie Henney en krókódíllinn heitir Wally. Henney hefur haldið úti vinsælum síðum á samfélagsmiðlum sem tileinkaðar eru Wally sem hann kallar stuðingskrókódílinn sinn.

Wally er 1,7 metrar að lengd en Henney hefur birt myndir á samfélagsmiðlum af öðru fólki klappa og knúsa Wally.

Henney segist vera í öngum sínum eftir að Wally hvarf í nágrenni hafnarborgarinnar Brunswick en hvarfið átti sér stað aðfaranótt 21. apríl síðastliðins en Wally var þá á afgirtu svæði utandyra.

Henney segir hrekkjalóma hafa rænt Wally og skilið hann eftir fyrir framan heimili aðila sem kallað hafi til lögreglu og í kjölfarið hafi Wally verið handsamaður og sleppt út í náttúruna.

Henney grátbiður í myndbandi á samfélagsmiðlum um aðstoð við að finna Wally sem hann kallar barnið sitt.

Sambúð í áratug

Henney segir að hann hafi eignast Wally árið 2015 þegar honum var bjargað en þá var krókódíllinn 14 mánaða gamall.

Árið 2019 sagði Henney í viðtali að Wally hefði hjálpað sér við að berjast gegn þunglyndi eftir að nokkrir góðir vinir hans féllu frá. Hann fullyrti einnig að læknir sem meðhöndlað hefði hann hefði stutt það að Wally yrði skilgreindur sem stuðningsdýr.

Hvarf Wally hefur ekki verið tilkynnt til lögreglunnar í Brunswick.

Yfirvöld á svæðinu hafa staðfest að einhver hafi tilkynnt um lausan krókódíl sem var til vandræða 21. apríl. Krókódíllinn hafi verið handsamaður og síðan sleppt út í náttúruna en ekki sé vitað hvort um Wally hafi verið að ræða.

Það er ólöglegt að halda krókódíla sem gæludýr í Georgíu án sérstaks leyfis en yfirvöld í ríkinu segja að yfirleitt séu slík leyfi ekki veitt. Henney býr hins vegar í Pennsylavaníu-ríki og þar er ekki ólöglegt að eiga gæludýr sem er krókódíll en þó er ólöglegt að sleppa þeim lausum út í náttúruna.

Séu óútreiknanlegir

Líffræðingur segir að þótt krókódílar virðist rólegir geti þeir alltaf verið hættulegir. Helst eigi að halda munni þeirra lokuðum með höndunum eða bandi. Hann segir krókódíla vera óútreiknanlega og bregðast oft við hvers kyns áreiti.

Sálfræðingur segir það mögulegt að skilgreina krókódíla sem stuðningsdýr á þeim svæðum Bandaríkjanna þar sem er löglegt að halda þá sem gæludýr. Dýr sem sé eins og Wally ætlað að veita tilfinningalegan stuðning fái enga sérstaka þjálfun til þess. Þau séu ekki heldur formlega skráð sem slík en heilbrigðisstarfsfólk skrifi oft bréf sem styðja slíkar skilgreiningar á tilteknum dýrum, fyrir fólk sem greint hefur verið með andleg veikindi.

Sálfræðingurinn segir fólk sannarlega geta tengst skriðdýrum tilfinningalegum böndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið