fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Pressan
Mánudaginn 29. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úgandamaðurinn Joseph Kony, leiðtogi skæruliðasamtakanna Frelsisher drottins (LRA), hefur farið huldu höfði á síðustu árum. Mikið var fjallað um Kony árið 2012 eftir að samtökin Save the Children birtu myndband þar sem voðaverkum hans og fylgismanna hans var lýst.

Kony, sem er eftirlýstur af Alþjóðastríðsglæpadómstólnum, er talinn ábyrgur fyrir nauðgunum, morðum og limlestingum auk þess sem talið er að samtök hans hafi rænt hátt í 70 þúsund börnum á rúmum 30 árum. Markmið Kony var upphaflega að ná völdum í Úganda og gera það að einskonar klerkaríki. Í fyrstu hélt Freilsisher drottins til í norðurhluta Úganda en hópar samtakanna halda einnig til í Súdan, Mið-Afríkulýðveldinu og Kongó.

Þó að leit að Kony hafi engan árangur borið á síðustu árum eru menn ekki búnir að leggja árar í bát. Rolling Stone-tímaritið greinir frá því að málaliðar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í hinum svokallaða Wagner-hópi reyni nú allt hvað þeir geta að finna hann og hafi komist býsna nálægt því fyrr í þessum mánuði.

„Bandaríkjamenn hafa verið nálægt því að ná honum en Wagner virðist hafa komist enn nær,“ segir heimildarmaður Rolling Stone sem þekkir vel til leitarinnar að stríðsherranum.

Í umfjöllun Rolling Stone kemur fram að í lok mars hafi fjórtán einstaklingar úr röðum LRA hafi gefið sig fram við hóp manna sem þóttust vera fulltrúar stjórnvalda í Mið-Afríkulýðveldinu. Mennirnir voru í raun og veru hluti af uppreisnarhópi frá Afríkuríkinu Tsjad og í samstarfi með fulltrúum Wagner-hópsins.

Eftir að hafa handtekið mennina gerði hópurinn áhlaup á þorpið Yemen þar sem Kony hefur haldið til. Menn hliðhollir honum tóku á móti hópnum með skotvopnum og létust nokkrir í skotbardaga sem braust út. Wagner-hópurinn virðist hafa lagt mikla vinnu í að handsama Kony því tvær þyrlur voru meðal annars notaðar í aðgerðinni.

En ekki tókst Wagner-hópnum að handsama Kony í þessari aðgerð og er hann talinn hafa flúið áleiðis til Súdans. Í aðgerðunum tókst Wagner-hópnum að frelsa fjölmörg börn sem haldið hafði verið af liðsmönnum LRA árum saman. Líklegt þykir að Wagner-hópurinn reyni aftur að handsama Kony sem er orðinn 63 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur