fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Rappari dæmdur til dauða

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 18:30

Salehi hefur 20 daga til að áfrýja dauðadómnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rappari hefur verið dæmdur til dauða fyrir að styðja mótmæli sem fram fóru í Íran vegna ungrar konu sem lést í haldi lögreglu. Konan hafði verið handtekin af siðferðislögreglunni fyrir brot á lögum um klæðaburð.

Rapparinn sem um ræðir, hinn 32 ára Tommaj Salehi, var handtekinn árið 2022 eftir að hafa talað opinberlega fyrir stuðningi við mótmælin. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi í fyrra og var um tíma sleppt lausum gegn tryggingu. Hann var handtekinn á nýjan leik eftir að hafa sagt frá því að hann hefði sætt pyntingum í haldi lögreglu. Var hann í einangrun í 252 daga í kjölfarið.

Fréttastofa Reuters segir frá því að Salehi hafi tuttugu daga til að áfrýja dómnum. Er mögulegt að dómurinn verði mildaður ef Salehi sýnir iðrun í málinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt dauðarefsinguna harðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög