fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Pressan
Laugardaginn 20. apríl 2024 20:30

Long Valley Caldrera. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldfjallafræðingar hafa vaxandi áhyggjur af einu stærsta eldfjallinu í Bandaríkjunum og að það sé að vakna til lífsins. Long Valley Caldera í Kaliforníu er gríðarlega stórt eldfjall og er eitt af tuttugu þekktum ofureldfjöllum jarðarinnar.

Fjallið hefur ekki gosið í 760.000 ár, að minnsta kosti ekki svo vísindamenn viti. En þessi staðreynd er ekki til þess fallin að slá á áhyggjur eldfjallafræðinga að sögn Daily Star sem segir að nýlega hafi vísindamenn tekið eftir því að lækir og hverir hafi komið fram á svæðinu við eldfjallið en það er oft merki um að jarðhitinn sé að aukast og til eldgoss geti komið.

Í nýjum heimildaþætti Science Channel „Secrets of the Underground“ segir vísindamaðurinn Rob Nelson að það séu stöðug merki um hugsanlega eldfjallavirkni. „Það eru vísbendingar um yfirvofandi eldgos í þessum dal þar sem næst stærsta sprengigos sögunnar í Norður-Ameríku átti sér stað,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ólíklegt sé að gos á stærð við það sem varð fyrir 760.000 árum eigi sér stað en samt sem áður geti gos í eldfjallinu ógnað milljónum manna sem búa á nærliggjandi svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?