fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 13:30

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn og bæjarbúar í Haut Vernet í Frakklandi hafa klórað sér í kollinum yfir hvarfi og dauða hins tveggja ára Émile Soleil í fyrrasumar.

Émile hvarf þegar hann var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í umræddum bæ í júlí í fyrra en í marsmánuði fundust líkamsleifar hans, þar á meðal höfuðkúpa, skammt frá staðnum þar sem hann sást síðast á. Fleiri bein fundust svo fyrr í þessum mánuði í nágrenninu.

Bitför á höfuðkúpunni eru sögð renna stoðum undir það að úlfur eða úlfar hafi hugsanlega numið hann á brott og drepið. Úlfar halda til á þessu svæði í Frakklandi, einkum á sumrin.

Einn íbúi segir í samtali við Le Parisien að hann hafi séð til úlfa á svæðinu og telur hann að úlfur sé sökudólgurinn. Þeir geta verið grimmir og sterkir og ætti fullvaxta dýr ekki í miklum erfiðleikum með að ráðast á tveggja ára barn. Bent er á það úlfar hafi ráðist á sauðfé í nágrenninu á þessu sama svæði síðasta haust.

Lögregla hefur þó ekkert gefið út um þessa kenningu og verður vafalítið erfitt að sannreyna hana.

Ýmsum kenningum um hvað gerðist hefur verið varpað fram en flestir töldu líklegast að einhver óprúttinn aðili hafi rænt drengnum og ráðið honum bana.

Önnur kenning var á þá leið að Émile hefði orðið fyrir vinnuvél á svæðinu þar sem uppskerutími var þegar hann hvarf. Beindust augu lögreglu um tíma að ungum manni í þorpinu sem hefur ítrekað sýnt af sér gáleysi við akstur vinnuvéla á svæðinu.

Það var amma Émile sem hringdi í lögregluna þann 8. júlí í fyrra og tilkynnti hvarf hans. Hún sagði að Émile hafi sofið fram undir klukkan 17. Þegar hún hringdi í lögregluna klukkan 18.12 hafði hún leitað hans í 45 mínútur.

Um 800 manns tóku þátt í leitinni og bestu sporhundar Frakklands voru fluttir til þorpsins til að aðstoða við leitina. Þeir eru sagðir hafa rekið slóð Émile að ákveðnum stað um 50 metra frá heimili afa hans og ömmu. Þar virðist slóðin hafa horfið og engu líkara en Émile hafi verið lyft upp og ekki settur niður aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Í gær

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra