fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 20:00

Châtelard-kastali er skammt frá kirkjunni þar sem líkið fannst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 22 ára gamla Auriane Nathalie Laisne kvaddi ættingja sína og vini í Frakklandi í byrjun apríl og hélt í langþráða ferð til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar var heldur óvenjulegur en Laisne, sem hafði mikinn áhuga á hverskonar yfirnáttúrulegum fyrirbrigðum og ætlaði að leita uppi hús sem sögð voru tengjast reimleika.

Þann 5. apríl síðastliðinn fannst lík Lasnie í yfirgefinni ítalskri kirkju og vakti það talsverða athygli að ekki fannst arða að blóði í líkama hennar.

Samþykkti mögulega að láta fórna sér

Umrædd kirkja var staðsett í Aosta-dal í Ítalíu og vitni, sem steig fram við rannsókn málsins, greindi frá því að skömmu fyrir morðið hafi sést til Laisne ásamt ungum manni og hafi þau bæði verið klædd eins og vampírur. Sérstaklega hafi Laisne vakið óhug hjá viðkomandi því hún leit út eins og „lifandi lík“ að sögn vitnisins.

Ljóst var að Laisne hafði mátt þola hrottalegt ofbeldi skömmu fyrir andlátið. Það vakti þó athygli rannsakenda að ekkert benti til þess að hún hafi reynt að verja sig fyrir árásunum. Það benti því allt til þess að Laisne hafði þekkt morðingja sinn vel og mögulega hafi hún látist af fúsum og frjálsum vilja.

Með nálgunarbann gegn kærustunni

Andlátið bar að með þeim hætti að Laisne var stunginn með hníf og síðan hafi það tekið talsverðan tíma fyrir hana að blæða út. Þá fundust skotsár á líkinu en mögulega áttu þau sér stað eftir andlátið.

Ítalska lögreglan tók málið strax föstum tökum og setti umfangsmikla rannsókn í gang. Fimm dögum seinna var grunaður maður í haldi.

Sá heitir Teima Sohaib, 21 árs að aldri, og var handtekinn í Lyon,Frakklandi. Hann reyndist hafa verið kærasti Laisne en hafði mátt sæta nálgunarbanni gegn henni. Það hafði hann brotið og var því eftirlýstur í Frakklandi.

Hann bíður nú réttarhalds í frönsku borginni Grenoble en margt bendir til þess að Laisne hafi samþykkt að láta fórna sér í kirkjunni yfirgefnu.  Þó eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og munu réttarhöldin eflaust vekja mikla athygli þegar að þeim kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi