fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Vörn gegn óumbeðnum typpamyndum kynnt til sögunnar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið að á samfélagsmiðlinum Instagram, sem er í eigu bandaríska stórfyrirtækisins Meta, verði komið upp sérstakri vörn gegn nektarmyndum sem notendur hafa fengið sendar í einkaskilaboðum. Þessari vörn er ekki síst beint gegn sendingum á óumbeðnum nektarmyndum. Þó eru notendur hvattir til að eyða slíkum myndum sem fyrst.

Daily Mail greinir frá þessu.

Þótt vörnin virki gegn öllum nektarmyndum eru sendingar á óumbeðnum typpamyndum einn helsti hvatinn að henni. Vörnin mun felast í því að nektarmyndir verða „blörraðar“. Þetta verður gert með aðstoð gervigreindar sem greinir sjálfkrafa hvort á viðkomandi mynd séu ber karlkyns eða kvenkyns kynfæri.

Notendur geta þó tekið völdin af vörninni og séð þá nektina en notendur þurfa að vera að minnsta kosti 13 ára til að geta stofnað Instagram-reikning og ýmis foreldrasamtök segja því þessa fyrirhuguðu vörn ekki fullnægjandi.

Þessari nýju vörn verður meðal annars stefnt gegn misnoktun á nektarmyndum sem notaðar hafa verið í fjárkúgunarskyni. Mikið er um að fólk sé platað til að senda slíkar myndir og síðan fjárkúgað með þeim en talið er að allt 100 börn á dag falli í slíkar gildrur.

Í yfirlýsingu Meta segir að prófanir á nýju vörninni, í einkaskilaboðahluta Instagram, hefjist fljótlega og stefnt sé að því að taka hana í notkun á næstu mánuðum.

Engin pressa

Meta mun kveikja á vörninni á reikningum notenda á aldrinum 13-17 ára en tilkynning verður birt á reikningum notenda 18 ára og eldri þar sem þeir verða hvattir til að kveikja á vörninni. Eins og áður segir mun vörnin virka þannig að nektarmyndir verða „blörraðar“ og viðvörun að um nektarmynd sé að ræða mun birtast. Notendur munu þó hafa þann valmöguleika að smella á skipun um að sjá myndina.

Önnur skilaboð frá Meta munu þá birtast á skjánum þar sem notendur eru minntir á að það sé engin pressa á þeim að svara einstaklingnum sem sendi nektarmyndina. Þeim verður boðið upp á þann möguleika að blokka sendandann eða tilkynna hann til Meta.

Ef notandinn reynir að framsenda nektarmyndina, sem hann hefur fengið senda, til einhvers annars mun birtast enn ein viðvörunin og felst hún í því að notandinn er hvattur eindregið til að framsenda ekki myndina.

Þegar kemur að þeim sem senda nektarmyndir þá mun nýja vörnin einnig „blörra“ myndirnar þeirra meginn í einkaskilaboðunum. Upp mun koma viðvörun þar sem viðkomandi sendandi verður minntur á að aðrir geti tekið skjáskot af myndunum eða framsent þær án vitneskju hans. Sendendum verður einnig boðið upp á þann möguleika að taka sendinguna til baka þótt hún hafi farið í gegn en því mun fylgja viðvörun um að aðrir hafi þá þegar mögulega séð myndina.

Dugi ekki til

Þessar fyrirætlanir Meta, með vörn gegn nektarmyndum í einkaskilaboðum á Instagram hafa hins vegar verið gagnrýndar einkum á þeim grunni að dulkóðun á Instagram sé það mikil að til að mynda aðeins aðilar sem taki þátt í einkaspjalli á miðlinum geti séð skilaboðin en enginn annar. Þetta segja samtök til verndar börnum að auðveldi kynferðisbrotamönnum að leynast fyrir lögreglu á meðan þeir brjóti á börnum í gegnum Instagram. Nýja vörnin dugi því ekki til og Meta verði að herða öryggi enn frekar á Instagram og öðrum miðlum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til