Ruðningshetjan og gamanleikarinn OJ Simpson er látinn, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Daily Mail og fleiri greina frá.
Simpson var ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpsons, og vini hennar, Ronald Goldman, en var sýknaður.
Í frétt Daily Mail segir að Simpson hafi kvatt þennan heim í faðmi ástvina á heimili sínu í Las Vegas.
Sem leikari gerði Simpson garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í gamanmyndaröðinni Naked Gun. Í ameríska fótboltanum spilaði hann með Buffalo Bills í 11 keppnistímabil.