fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Skar eiginkonu sína í 200 bita

Pressan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 04:05

Holly og Nicholas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2023 stakk Nicholas Metson, 28 ára, eiginkonu sína, hina 26 ára Holly Bramley, að minnsta kosti fjórum sinnum á heimili þeirra í Shuttlesworth í Lincoln á Englandi. Að því loknu skar hann líkið í rúmlega 200 bita.

Þegar lögreglumenn komu heim til hans til að leita að Holly grínaðist Nicholas við þá og sagði „kannski er hún í felum undir rúmi“.

Þetta kom fram fyrir dómi í síðustu viku þegar réttað var yfir Nicholas og vini hans, Joshua Hancock, sem aðstoðaði hann við að losna við líkamshlutana gegn 50 punda greiðslu. Þeir hentu þeim í ána Witham í Bassingham.

Vegfarandi fann suma líkamshlutana þann 25. mars en taldi í fyrstu að um dýr væri að ræða, eða þar til hann sá hönd.

Síðast sást til ferða Holly 17. mars þegar hún kom heim til sín.

Daily Mail segir að Nicholas eigi sér sögu um dýraníð og að áður en hann myrti Holly hafi drepið gæludýrin þeirra á grimmdarlegan hátt til að „refsa“ henni. Heimildarmaður sagði að Nicholas hafi eitt sinn sett hvolp Holly í þvottavélina og hafi hún fundið hvolpinn dauðann í henni. Hann er einnig sagður hafa drepið hamstrana hennar með því að setja þá í blandara og örbylgjuofn. Holly er sögð hafa leitað skjóls á lögreglustöð eitt sinn með kanínurnar sínar af ótta við Nicholas.

Móðir hennar segir Nicholas vera „grimmt skrímsli“ sem hafði sannfært Holly um að fjölskylda hennar beitti hana ofbeldi.

Nicholas og Holly höfðu verið gift í 16 mánuði þegar hann myrti hana. Þau eru sögð hafa verið við það að skilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera