fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Örvæntingafull leit eftir að dularfullt hvarf tveggja kvenna – Bíllinn fannst yfirgefinn eftir að þær skiluðu sér ekki að sækja börnin

Pressan
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Oklahoma hefur leitað tveggja kvenna logandi ljósi síðan á laugardag eftir að bíll þeirra fannst yfirgefinn úti í vegakanti.

Konurnar tvær eru Veronica Butler, 27 ára, og Jillian Kelley, 39 ára. Að sögn lögreglu eru konurnar vinkonur og voru á leiðinni að sækja börn Butler. Þær skiluðu sér þó aldrei á áfangastað og nokkru síðar fannst bíllinn sem þær óku yfirgefinn úti í vegarkanti og engin merki um hvað varð um vinkonurnar.

Manneskja náin Butler, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við ABC fréttastofuna að Butler hafi verið á leið að sækja sex ára dóttur sína og átta ára son sinn í sveitina í Oklahoma. Dóttir hennar átti afmæli og til stóð að fagna deginum.

Kelley hafi farið með Butler, enda séu þær vinkonur en Kelley er eiginkona nýja prestsins í heimabæ þeirra í Nebraska.

Konurnar voru að aka um 25 kílómetra leið og komust þær langleiðina en bíllinn fannst um 5 kílómetrum frá áfangastaðnum.

„Það er mjög erfitt að takast á við að einhver sem ég hef þekkt síðan ég var 16 ára sé horfin, þetta er mjög erfitt,“ sagði heimildarmaðurinn.

Lögreglan vildi ekki staðfesta að konurnar hafi verið sækja börn Butler og segir óljóst hvaðan konurnar voru að koma og hvert þær voru að fara. Eins sé óvíst hvernig konurnar tengist. Rannsókn sé enn á byrjunarstigi.

Heimildarmaðurinn segir aðstandendur Butler vona það besta en þó eru allir meðvitaðir um að eftir því sem lengra líður frá hvarfinu, því minni líkur séu á því að konurnar séu á lífi.

„Ég veit að fyrstu sólarhringarnir skipta mestu máli við svona leit og ég veit að nú hefur lengri tími liðið og það tekur virkilega á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?