fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hryllileg grimmd ógnarstjórnar Kim Jong-un – Aftökur með loftvarnarbyssum, aftökusveitum og eitri fyrir litlar sakir

Pressan
Laugardaginn 30. mars 2024 18:00

Kim Jong-un er vígreifur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, og undirsátar hans eru þekktir fyrir ótrúlega grimmd sem heldur þegnum hans í heljargreipum. Fregnir af hrottalegum aftökum fyrir smávægileg mistök hafa reglulega borist frá landinu en þar getur það kostað þig lífið að horfa útlenskt sjónvarpsefni.

Í nýlegri skýrslu, sem Daily Mail, fjallar um er varpað ljósi á myrkraverk einsræðisherrans þegar kemur að aftökum á eigin þegnum.

Neydd til að horfa á aftökur ástvina

Kim notaði Covid-19 heimsfaraldurinn til þess að herða enn frekar tökin á þjóð sinni. Þannig er haft eftir sjónarvottum að fólk sem reyndi að komast yfir landmæri landsins var skotið til bana og þeir sem gerðust brotlegir við sóttvarnarlög voru sömuleiðis teknir af lífi. Sumar af þessum aftökum fóru fram fyrir opnum tjöldum og voru fjölskyldumeðlimir neyddir til þess að horfa upp á aftökur ástvina sinna.

Á undanförnum árum hafa síðan sjö aftökur farið fram, að því er vitað er, þar sem glæpirnir eru meðal annars þeir að horfa á suður kóreska sjónvarpsþætti eða hina vinsælu K-pop tónlist sem Kim Jong-un hefur sagt vera „rót alls ills.“

Kim er líka viðkvæmur fyrir erlendum trúaráhrifum og þannig er frægt dæmi þegar tveggja ára barn var dæmt í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi foreldra sinna. Glæpurinn var sá að á heimili þeirra fannst eintak af biblíunni.

Tættust í sundur við skot frá loftvarnarbyssum

Algengasta aftökuaðferð Kim Jong-un er að fyrirskipa að fórnarlömb séu tekin af lífi með með byssuskotum frá aftökusveit. Það eru þó dæmi um grimmilegri aðferðir, meðal annars voru ellefu menn, sem sakaðir voru um að hafa framleitt klámmynd, sprengdir í loft upp með loftvarnarbyssum. Sjónarvottar lýstu því hvernig hinum „seku“ var raðað upp í röð og hvernig líkamar þeirra tættust í sundur við hvert skot sem dundi á þeim.

Árið 2015 hlaut varnarmálaráðherra landsins, Hyong Yong Choi, sömu örlög en hann gerðist sekur um að dotta á opinberum viðburði og framfylgja ekki fyrirskipunum.

Önnur vinsæl aftökuaðferð ógnarstjórnarinnar eru eitur en eins og frægt varð var hálfbróðir Kim Jong-un, Kim Jong Nam, myrtur með slíkri aðferð í Malasíu árið 2017 sem var liður í valdabrölti einræðisherrans.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist