fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Syrgja vinsæla flóttauglu sem drapst – Krufning leiddi í ljós dúfuherpes og fjórar tegundir af rottueitri

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 18:30

Uglan Flaco naut vinsælda í New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla sem hefur glatt reglulega gesti Central Park í New York drapst á dögunum og syrgja borgarbúar hana mjög.

Slapp úr haldi en leitaði ekki langt

Flaco hét fuglinn fallegi sem drapst eftir að hafa flogið á glugga í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Flaco var 13 ára að aldri þegar að endalokunum kom en í tólf ár var fuglinn innilokaður í Central Park dýragarðinum. Það var allt þar til að skemmdarvargar brutu búrið hans sem gerði það að verkum að fuglinn flúði.

Flaco leitaði þó ekki langt og hélt sig áfram til í Central Park og gæddi sér þar á rottum og dúfum sem New York-búar voru ánægðir með. Fyrst um sinn var allt reynt til þess að klófesta Flaco að nýju en það féll illa í kramið hjá almenningi sem kunni að meta söguna um ugluna sem slapp úr prísunda mannanna og fékk að njóta frelsisins.

Hver munnbiti var eitur

Frelsið var þó ekk fegurra en svo að með hverjum munnbita hrakaði heilsu Flaco. Krufning leiddi nefnilega í ljós að uglan glæsilega þjáðist af svæsnu dúfnaherpesi og þá greindust fjórar tegundir af rottueitri í fuglinum. Telja rannsakendur að Flaco hafi verið við dauðans dyr af þessum völdum þegar hann klessti á fjölbýlishúsið og fékk skjótan dauða.

Flaco var af arnaruglutegund en slíkar uglur lifa í um 20 ár frjálsar en geta orðið allt af 60 ára séu þær í haldi manna. Frelsið í stórborginni stytti því lífaldur Flaco verulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna