fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Sakar hóp kvenna um karlhatur og kynbundið ofbeldi fyrir að deila reynslu sinni af honum

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur í Bandaríkjunum hafa víða hópað sig saman í hópum sem kallast „Erum við að deita sama gaurinn“ eða Are We Dating the Same Guy, en hóparnir eru staðbundnir og auðkenndir eftir þeim borgum sem þeir eiga við. Þar bera konur saman bækur sínar og deila neikvæðri reynslu af karlmönnum.

Nú hefur hópur af þessu tagi fyrir Santa Monica í Kaliforníu vakið athygli eftir eftir að karlmaður, sem fékk þar slæma útreið, stefndi konunum sem vöruðu við honum fyrir dóm. Þetta er ekki fyrsta mál sinnar tegundar, en áður var greint frá máli Nikko D’Ambrosio í Chicago sem stefndi 27 konum sem höfðu gefið honum neikvæða umsögn. Nikko segir konurnar sekar um ærumeiðingar og netníð og krefur þær 10 milljóna í miskabætur.

Óvægið hatur gegn körlum

Kaliforníumaðurinn Steward Lucas Murrey lagði fyrst fram stefnu í máli sínu síðasta sumar, en sú stefna þótti ekki dómkræf svo hann lagði fram nýja í nóvember. Þar sakar hann konur í áðurnefndum hóp um að hafa með samverkaði gerst sekar um ærumeiðingar, kynjafordóma, kynbundið ofbeldi, brot gegn friðhelgi einkalífs. Murrey skrifar um málið á vefsíðu sinni og þar segir hann meðal ananrs:

„Athæfi þeirra stefndu er knúið af hatri og óvægið. Maður mætti kalla þær kvenútgáfuna af incel: femcel. Það sem heldur þessum hóp saman er hatur þeirra gegn karlmönnum.“

Konurnar boðuðu til blaðamannafundar. Ein þeirra, Vanessa Valdes, steig þar fram og lýsti þær allar saklausar og sagði stefnu Murrey með öllu tilhæfulausa.

„Þetta snýst ekki um karla á móti konum, þetta snýst um sannleika á móti skáldskap,“ sagði Valdes sem bætti við að konurnar í hópnum hafi mátt þola viðstöðulaust áreiti frá Murrey.

„Ég og hinar stefndu vorum aðeins að deila okkar sannleika,“ sagði önnur úr hópnum, Olivia Burger og bætti við að flestar konurnar sem Murrey hefur stefnt hafa aldrei hitt hann. Sumar hafi aðeins skrifað stuttar athugasemdir eða jafnvel sett tjákn við færslur sem fjölluðu um hann. Nú þurfi konurnar að verja tíma og orku í að verjast þessari kæru.

Mega konur njóta öryggis?

Málin tvö hafa vakið upp ýmsar áleitnar spurningar. Talsmenn hópa af þessu tagi greina frá því að þúsundir kvenna hafi lýst því að upplifa meira öryggi í stefnumótaheiminum út af þessum hópum. Þeim hafi tekist að sleppa við ógnvekjandi aðstæður, komist undan hættu og jafnvel náð að undirbúa það betur að hitta einhvern í fyrsta sinn. Samkvæmt reglum hópanna skal birta mynd af þeim manni sem kona vill fá sögur af, ásamt nafni. Ekki má gefa upp heimilisfang, símanúmer eða aðrar persónuupplýsingar.

Hópar sem segjast berjast fyrir réttindum karlmanna hafa lýst þessum kvennahópum stríð á hendur. Hafa þeir leitast við að fá Facebook til að loka hópunum, og jafnvel stofnað hliðstæða hópa fyrir karla sem vilja vara við konum. Karlar hafa gagnrýnt að í hópunum sé verið að fullyrða eitthvað um þá án þess að þeim sé gefinn kostur á að svara fyrir sig og án þess að frásagnir séu sannreyndar.

Konur hafa á móti bent á að ef ríkisvaldið tryggi ekki öryggi kvenna nægilega, þá sé ekki við þær að sakast að leita leiða til að gera það sjálfar. Það sé því miður enn veruleiki kvenna að á bilinu ein af hverjum fimm eað ein af hverjum fjórum verði beitt kynferðisofbeldi. Við það bætist að sorglega fáir gerendur séu sakfelldir fyrir brot sín og alltof algengt að konum sé sjálfum kennt um að brotið sé gegn þeim, með því að hafa ekki gætt nægilega að eigið öryggi. Svo virðist vera sem að skilaboð samfélagsins séu hreinlega að konur megi ekki og eigi ekki að njóta öryggis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera