fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Það sem við vitum um samtökin alræmdu sem frömdu voðaverkið í Moskvu

Pressan
Mánudaginn 25. mars 2024 07:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 137 eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Crocus City Hall í Mosvku á föstudagskvöld en um helgina var greint frá því að hryðjuverkasamtökin ISIS-K hefðu lýst ábyrgð á árásinni.

Í umfjöllun New York Times er ljósi varpað á samtökin en um er að ræða einskonar undirsamtök ISIS-hryðjuverkasamtakanna alræmdu sem lögðu undir sig stór landsvæði í Sýrlandi og Írak fyrir nokkrum árum.

ISIS-K, (e. Islamic State – Khorasan Province) hefur aðallega verið starfandi í Asíu á undanförnum árum, einkum Afganistan, þar sem markmiðið er að koma Talíbönum frá völdum.

Hreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu mánuðum og í síðustu viku var til dæmis greint frá því að tveir hefðu verið handteknir í Þýskalandi vegna gruns um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Svíþjóð. Um var að ræða menn frá Afganistan með tengsl við ISIS-K og telur lögregla að þeir hafi ætlað að fremja skotárás við sænska þinghúsið.

Þá er bent á að daginn fyrir árásina í Moskvu hafi samtökin staðið fyrir sjálfsmorðssprengjuárás í Kandahar í Afganistan þar sem yfir 20 fórust.

Í umfjöllun New York Times er haft eftir sérfræðingum á þessu sviði að hugmynd samtakanna sé sú að veikja samskipti Talíbana við bandamenn sína og sýna fram á að yfirvöld í Afganistan geti illa tryggt öryggi fólks.

Í augum ISIS-K ganga Talíbanar ekki nógu langt þegar kemur að því að framfylgja ströngustu túlkunum sjaríalaga. Þeir séu í raun og veru of linir.

Leiðtogar samtakanna voru áður liðsmenn al-Qaida og Talíbana og urðu samtökin til á árunum 2014 til 2015 í Afganistan og Pakistan. Voru samtökin með þeim fyrstu til að lýsa yfir stuðningi við ISIS-hreyfinguna alræmdu.

Hafa samtökin fært út kvíarnar á síðustu árum og hafa það að markmiði að komast til áhrifa á hinu forna Khorasan-svæði sem nær meðal annars yfir svæði þar sem nú er hluti Írans, Túrkmenistans, Úsbekistans, Kirgistan, Tadsjikistan, Pakistan og Afganistan.

Fjórir menn eru í haldi rússnesku lögreglunnar vegna árásarinnar á föstudag og hafa þeir nú verið leiddir fyrir dóm og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana