Útlit mannanna vakti talsverða athygli þegar þeir voru leiddir fyrir dómara . Mennirnir virðast hafa verið beittir miklu ofbeldi af lögreglu og voru allir með áverka í andliti; bólgnir, bláir og með glóðarauga.
Sjá einnig: Það sem við vitum um samtökin alræmdu sem frömdu voðaverkið í Moskvu
Einn mannanna var með stórar umbúðir utan um eyra og þá var einn mannanna í hjólastól. Virtist hann vera meðvitundarlítill þegar honum var rúllað inn í réttarsalinn.
Í frétt BBC segir að maðurinn sem var umbúðir um eyrað hafi misst hluta þess eftir að hann var handtekinn af lögreglu.
Mennirnir sem um ræðir heita Dalerdzhon Mirzoyev, Saidakrami Murodali Rachabalizoda, Shamsidin Fariduni og Muhammadsobir Fayzov. Eru þeir sagðir vera ríkisborgarar Tadsjíkistan.
Talið er að um sex þúsund manns hafi verið í Crocus City Hall, ráðstefnu- og tónleikahöll í útjaðri Moskvu, þegar mennirnir hófu skothríð. Auk þeirra 137 sem létust særðust rúmlega hundrað, sumir alvarlega.