fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Var nær dauða en lífi – Tæpum fjórum mánuðum síðar veit hún enn ekki hvers vegna

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 15. mars 2024 22:00

Frá Asbury háskóla í Kentucky. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Isabella Willingham er 21 árs gömul. Þann 27. nóvember síðastliðinn missti hún af ókunnum ástæðum meðvitund í herbergi sínu á heimavist Asbury háskólans í Kentucky. Þegar hún vaknaði var hún með áverka, skurði og nokkur djúp sár víða um líkamann. Hún hætti í kjölfarið að anda en henni varð til lífs að viðbragðsaðilar komu í sama mund á vettvang og náðu að bjarga lífi hennar. Nú tæpum 4 mánuðum síðar er ekki vitað hvað kom fyrir Isabellu. Sjálf man hún ekkert eftir þessum degi.

Það er NBC sem greinir frá og ræðir við föður Isabellu, Andy Willingham.

Isabella hefur ekki enn snúið aftur í skólann.

Faðir hennar segjast telja nokkuð víst að ráðist hafi verið á dóttur hans. Hann gagnrýnir framgöngu lögreglunnar á svæðinu og segir að háskólinn hafi ekki brugðist nægilega við.

Fulltrúar lögreglunnar og Asbury háskóla vildu lítið tjá sig um málið þar sem rannsókn stæði yfir.

Willingham segir allt benda til að dóttir hans hafi sætt einhvers konar pyntingum. Hún sé enn að ná sér líkamlega og óttist um öryggi sitt og sé í sálfræðimeðferð.

Hann segir Isabellu vera að púsla lífi sínu saman upp á nýtt. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni snúa aftur til náms í Asbury háskóla eða öðrum skóla í staðinn.

Minnistap

Willingham segir að Isabella glími við minnistap í kjölfar áfallsins.

Hún muni ekkert eftir neinu frá þessum degi, 27. nóvember, og heldur ekki neinu frá deginum áður þegar faðir hennar keyrði hana aftur á háskólasvæðið, líklega eftir leyfi vegna þakkargjörðarhátíðarinnar. Isabella hafi líka gleymt ýmsu sem gerðist á þessu misseri í skólanum.

Klukkan 11 að kvöldi 27. nóvember hringdi umsjónarmaður vistarinnar sem Isabella bjó á í fjölskyldu hennar og tjáði þeim að verið væri að flytja hana á sjúkrahús þar sem hún hefði líklega dottið úr rúminu sínu sem var í rúmlega eins og hálfs metra hæð frá gólfinu. Faðir hennar segir það ekki standast því að á rúminu sé handrið sem varni því að liggjandi einstaklingur geti dottið úr því.

Þegar hann kom á spítalann þetta kvöld var honum tjáð að Isabella væri í öndunarvél og með mikla áverka. Læknar kölluðu lögreglu til en þeir töldu áverkana benda eindregið til að hún hefði verið beitt ofbeldi.

Andaði ekki í hálftíma

Andy Willingham segir að honum hafi verið tjáð á spítalanum að dóttir hans hefði hætt að anda og það hafi staðið yfir í 23 mínútur. Hins vegar hefðu viðbragðsaðilar komið á vistina nánast á sama tíma og hún hætti að anda sem hefði bjargað henni. Hún hætti aftur að anda á spítalanum og stóð þetta seinna öndunarstopp í níu mínútur. Eftir tveggja vikna dvöl á spítalanum var Isabella útskrifuð.

Faðir hennar er eins og áður segir afar óánægður með framgöngu Asbury háskóla og lögreglunnar í máli dóttur hans. Bæði hann og móðir Isabellu luku námi frá skólanum.

Hann segir sinn gamla skóla hafa reynt að þagga málið niður. Stjórnendum hans sé meira annt um orðstír skólans en að vernda nemendur og reyna að komast að því hver gerði dóttur hans þetta.

Hann segir skólann ekki hafa tilkynnt nemendum og starfsfólki um málið fyrr en komið var fram í desember og fjallað hafði verið um það í fjölmiðlum. Málið hafi heldur ekki verið á lista yfir glæpi á háskólasvæðinu en verið bætt á listann, þegar nokkuð var liðið á desember, eftir að dóttir hans krafðist þess.

Talsmaður skólans segir málið vera til rannsóknar og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar. Öryggi og velferð nemenda og starfsfólks séu í forgangi hjá skólanum.

Sagði um lygi að ræða

Andy Willingham segir að lögreglan á svæðinu hafi tjáð sjónvarpsstöð, í desember, að líklegt væri að það sem skýrði áverkana á Isabellu væri heilsufarstengt og það væri lygi að einhver hefði ráðist á hana.

Þetta var hann skiljanlega ósáttur við.

Eftir jól sendi lögreglan þó nemendum sem búa á vistinni tölvupóst þar sem fram kom að atvik sem hefði orðið þar væri til rannsóknar og voru nemendur beðnir um að hafa samband ef þeir hefðu einhverjar upplýsingar.

Lögreglan á svæðinu segist ekki tjá sig um mál sem séu til rannsóknar.

Willingham segir að skoðun hafi leitt í ljós að dóttir hans hafi ekki verið beitt kynferðislegu ofbeldi og að engin efni sem valdið gætu eitrun hefðu fundist í líkama hennar.

Hann segir að Isabella eigi sér enga sögu um andleg veikindi eða sjálfsskaða.

Willingham segir einnig að sumir áverkarnir á dóttur hans hafi verið undarlegir. Átta af tíu acryl neglum sem hún hefði verið með hefðu annaðhvort verið rifnar af henni eða losnað af fingrum hennar. Hún hefði einnig haft nánast nákvæmlega eins áverka sitt hvoru meginn á mjaðmagrindinni. Áverkar á fótum hennar hefðu einnig bent til þess að hún hefði verið dregin yfir steinsteypt svæði eða möl.

Willingham sagði að lokum að hann vildi sjá að upplýst yrði hvað gerðist fyrir dóttur hans og sá sem bæri ábyrgð á því yrði handtekinn og ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“