fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Samtalið sem varð til þess að hún hætti í löggunni eftir 14 ára starf

Pressan
Fimmtudaginn 14. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglukonan Kylee Dennis ákvað að skipta um starfsvettvang eftir 14 ár innan lögreglunnar í New South Wales eftir afar erfitt samtal sem hún átti við móður vinkonu sinnar fyrir um ári síðan.

Það var vinkona Kylee sem hafði samband við hana eftir að móðir hennar, 78 ára, tjáði henni að hún væri orðin yfir sig ástfangin af einstökum manni sem væri búsettur erlendis.

Vinkona Kylee taldi að maðkur væri í mysunni en sagði jafnframt að móðir hennar væri viss í sinni sök um að maðurinn væri til í raun og veru og ástin væri gagnkvæm.

„Ég hringdi í móður hennar og spurði hana út í þennan mann. Hún sagði mér að þetta væri viðskiptajöfur sem væri búsettur erlendis. Hún hefði að vísu bara séð myndir af honum en hún væri orðin yfir sig ástfangin.“

Kylee skoðaði myndir af manninum enda virtist málið vera grunsamlegt, ekki síst í ljósi fjölda fregna af óprúttnum svikahröppum sem hafa eldra fólk að féþúfu. „Hann virtist vera á sextugsaldri, var mjög myndarlegur og virkaði í flottu líkamlegu formi,“ segir Kylee við News.com.au.

Hún komst að því að myndin af „viðskiptajöfrinum“ var af allt öðrum manni sem er búsettur í Bandaríkjunum og setti Kylee sig í samband við hann. Sá kannaðist ekki við að eiga í ástarsambandi við 78 ára konu í Ástralíu. Kylee segir að samtalið við vinkonu móður sinnar hafi verið erfitt.

„Hún var eyðilögð og grét því hún hélt í raun og veru að þessi maður væri til,“ segir hún. Eftir að málið komst í hámæli fékk hún fleiri fregnir af sambærilegum málum og ákvað hún í kjölfarið að stofna eigin fyrirtæki til að koma fólki í sambærilegri stöðu til hjálpar.

Kylee telur sig þegar hafa komið í veg fyrir þó nokkurn fjölda svikamála og nefnir sem dæmi 80 ára karlmann sem sendi konu sem hann taldi sig eiga í ástarsambandi við þúsund dollara á mánuði. Í ljós kom að konan var ekki til. En hún hefur líka skoðað mál þar sem einstaklingurinn var í raun og veru til.

Svikamálum af þessu tagi hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og eru til ófá dæmi um einstaklinga sem tapað hafa milljónum eftir að hafa komist í kynni við óprúttna aðila á neitnu. Hafa ber í hug að svikahrapparnir geta verið mjög sannfærandi og mikil vinna legið að baki þeim, enda ávinningurinn oftar en ekki mikill ef fólk bítur á agnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri