fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Mexíkóborg gæti orðið drykkjarvatnslaus innan nokkurra mánaða

Pressan
Laugardaginn 9. mars 2024 17:30

Frá Mexíkóborg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar, þeir verstu í sögunni, gera að verkum að það gengur hraðar á grunnvatnsbirgðir Mexíkóborgar en nokkru sinni áður og standa borgarbúar nú frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti innan nokkurra mánaða ef ekkert lát verður á þurrkunum.

Live Science skýrir frá þessu og bendir á að frá ársbyrjun hafi verið miklir þurrkar í borginni. Til að reyna að spara vatn hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að takmarka aðgang margra borgarbúa að vatni við aðeins eina klukkustund á nokkurra daga fresti.

Mexíkóborg er ein fjölmennasta borg heims en þar búa um 22 milljónir manna.

Blanda ýmissa þátta gerir að verkum að vatnsskortur er farinn að gera vart við sig. Meðal þessara þátta eru minni úrkoma, hærri hiti, lekar vatnslagnir og útþensla borgarinnar.

Sérfræðingar segja að ef ekki verði gripið til harðra aðgerða þá sé ekki langt í að borgin standi frammi fyrir því að vatnsbirgðirnar verði á þrotum.

Um 60% af vatni borgarinnar kemur úr neðanjarðarlind og restinni er dælt langar vegalengdir til borgarinnar. Of mikið hefur verið gengið á neðanjarðarlindina og það hefur valdið því að landið hefur sigið mikið síðan 1950. Um 40% af vatninu, sem er dælt til borgarinnar, glatast á leiðinni þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum