fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Moldríkur og móðgaður afi arfleiddi barnabörnin að smáaurum – Dómarinn sagðist skilja ástæður gamlingjans

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederick Ward eldri arfleiddi fimm sonardætur sínar að smáaurum í erfðaskrá sinni, en tvö yngri börn hans erfðu nær öll auðævi hans. Ward sem var fyrrum hermaður lést 91 árs að aldri árið 2020 og skildi eftir sig dánarbú að andvirði 500 þúsund pund.

Frederick Ward

Systurnar fimm fengu hvor um sig 50 pund samkvæmt erfðaskrá afa þeirra, sem í raun er aðeins tákræn upphæð, en afinn mun hafa verið mjög vonsvikinn og móðgaður yfir að engin systranna heimsótti hann á sjúkrahúsið þar sem hann lá fram að andlátinu. 

Elsti sonur hans, Fred yngri, lést árið 2015, og er hann faðir systranna fimm. Ward arfleiddi yngri tvö börn sín, Terry Ward og Susan Wiltshire, að meirihluta eigna sinna. Móðir systranna fimm og ekkja Fred yngri segir að eiginmaður hennar hefði snúið sér við í gröfinni hefði hann vitað hvernig sá gamli fór með systurnar. 

Hjónin Ann og Fred yngri

Systurnar fimm fóru með erfðamálið fyrir dómstól í Bretlandi, en töpuðu. Móðir þeirra telur að ekki hafi verið tekið tillit til lykilsönnunargagna fyrir dómi og að það hafi verið „margar alvarlegar spurningar um úrskurð dómarans.“

„Þetta snýst ekki um peningana. Hún telur að stelpurnar hennar hafi verið að berjast fyrir því sem pabbi þeirra hefði viljað og því sem afi þeirra hafði upphaflega lofað.

Það þarf að spyrja margra alvarlegra spurninga um úrskurð dómarans. Ann telur að sum lykilsönnunargögn virðist ekki hafa verið tekin að fullu með í reikninginn,“ segir heimildamaður náinn fjölskyldunni við MailOnline. Aðspurður hvort systurnar hygðust áfrýja dómnum svaraði heimildarmaðurinn: „Þær hafa ekki efni á því. Þeir þurfa nú þegar að greiða málskostnað beggja aðila.“

Í erfðaskránni sem gerð var árið 2018 lét Ward megnið af dánarbúinu renna til tveggja yngri barna sinna.Systurnar fimm, Carol Gowing, Angela St Marseille, Amanda Higginbotham, Christine Ward og Janet Pett, höfðuðu mál á þeim forsendum að þær hefðu átt að erfa þriðjungshlut föður síns af andvirði dánarbúsins. Þeir héldu því fram að erfðaskráin væri ógild vegna þess að systkinin, Terry og Susan, hefðu haft „ótilhlýðileg áhrif“ á Ward. Erfðaskráin hafi einnig gerð á tíma sem Ward var orðinn veikur maður og hræddur við Terry.

Í eldri erfðaskrá Ward átti dánarbú hans að skiptast jafnt á milli allra þriggja barna hans. Fred yngri lést eins og áður sagði árið 2015 og eftir það voru ekki mikil samskipti milli fjölskyldu hans og Ward.

Hjónin Ann og Fred yngri ásamt dætrunum fimm

Lögmaður systranna fimm sagði fyrir dómi að ósætti hefði komið upp milli Terry og Carol eftir deilur vegna eignar og að Ward hefði kvartað undan að vera sífellt beðinn um peninga af hálfu Terry og Susan. Vitni fullyrtu einnig að „þeim hafi verið sagt frá líkamlega ofbeldisfullri hegðun Terry við hinn látna.“

Terry og lögfræðingur hans Maxwell Myers neituðu harðlega þessum ásökunum.

Í úrskurði hæstaréttardómarans kom fram að það væri algjörlega eðlilegt og skiljanlegt að afi arfleiddi barnabörn sín að engu eða litlu ef samskipti milli þeirra væru engin eða takmörkuð. Taldi dómarinn ekki sannað að Terry og Susan hefðu þvingað föður sinn með neinum hætti.

Mæðgurnar hafa lítið látið eftir sér hafa hvað dómsniðurstöðuna varðar, nema Amanda sem sagði: „Við hittum afa reglulega.“

Sjá einnig: Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu