fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Enginn gaf meira til góðgerðarmála á síðasta ári en þessi maður

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 08:30

Michael Bloomberg gaf langmest á síðasta ári til góðgerðarmála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru það ríki sem á flesta milljarðamæringa og eins og alvöru auðmönnum sæmir gefa margir hluta tekna sinna og eigna til góðgerðarmála á ári hverju.

Enginn var þó duglegri á síðasta ári en Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, en hann lét þrjá milljarða Bandaríkjadala, 413 milljarða króna á núverandi gengi, af hendi í þágu góðgerðarmála á síðasta ári.

Bloomberg trónir á toppi lista sem Chronichle of Philantrophy gefur út á ári hverju en þar birtast nöfn þeirra 50 einstaklinga sem gáfu mest til góðgerðarmála, samtaka og stofnana sem starfa ekki í hagnaðarskyni.

Bloomberg var í raun í langefsta sæti á listnaum því á eftir honum í 2. sætinu komu hjónin Phil Knight og Penny, en Phil er þekktastur fyrir að vera meðstofnandi Nike-íþróttavöruveldisins. Létu þau 1,24 milljarða dala af hendi rakna. Fór stór hluti upphæðarinnar til Oregon-háskóla og til verkefnis til að minnka fátækt í Portland í Oregon-ríki.

Í fyrsta skipti birtast Bill Gates og hans fyrrverandi eiginkona, Melinda, í sitt hvoru lagi á listanum. Hún er í 9. sæti en hann í 16. sæti. Þá vekur athygli að aðeins 23 Bandaríkjamenn á lista Forbes yfir þá 400 ríkustu gáfu nóg til að komast á þennan 50 manna lista. Fjórir á listanum eru ekki enn orðnir fertugir, þeirra yngstur er fasteignamógúllinn Jeff Sobrato sem er 34 ára.

Michael Bloomberg. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“