fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Brjálaður yfir umgengninni á Everest

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 20:35

Ruslið er orðið mikið vandamál á hæsta tindi heims. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanchaa Sherpa, sem var í leiðangurshópi þeirra Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay sem fyrstir klifu Everest-fjall árið 1953, segist vera mjög óánægður með það hvernig gengið er um fjallið. Kallar hann eftir því að fjallinu verði sýnd meiri virðing en gert er.

Kanchaa var í leiðangurshópi Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay sem voru fyrstir til að komast á topp þessa hæsta fjalls heims þann 29. maí 1953. Er Kanchaa sá eini úr þessum hópi sem enn er á lífi en hann er orðinn 91 árs.

Gríðarleg ásókn er meðal fjallgöngumanna að komast á topp Everest. Til marks um það komust 667 göngumenn á toppinn í fyrra en með þeim í för var mikill fjöldi aðstoðarfólks og alls konar búnaður.

Kanchaa var í viðtali við AP-fréttaveituna um helgina þar sem hann lýsti skoðun sinni á málinu.

„Það væri betra að fækka þeim sem reyna að komast á toppinn,“ sagði hann. Tekið er fram í fréttinni að yfirvöld í Nepal hafi ekki í hyggju að fækka útgefnum leyfum.

Reglum samkvæmt þurfa göngumenn að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl eftir sig, ella eiga á hættu að vera sviptir leyfi til að vera á svæðinu. Eftirliti er hins vegar ábótavant og skilja göngumenn eftir mikið rusl á fjallinu.

„Fjallið er mjög skítugt. Fólk hendir allskonar drasli frá sér en hver á að tína þetta upp?“

Sjerpar kalla Everest-fjall Qomolangma sem þýðir guðmóðir alheimsins og nýtur það mikillar virðingar meðal þeirra.

Kanchaa var sem fyrr segir í leiðangrinum sem komst fyrstur á topp fjallsins. Hann var einn þriggja sjerpa sem komust í efstu búðir áður en Edmund Hillary og Tenzing Norgay gerðu lokaatlöguna að toppnum. Komst hann ekki alla leið þar sem hann var ekki með leyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera