fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Bandarískt fyrirtæki telur sig vita hvar MH-370 hrapaði í sjóinn

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 15:30

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að leit að flaki farþegaþotu Malaysia Airlines, MH-370, sem hvarf þann 8. mars 2014,  muni hefjast brátt að nýju. Malasísk yfirvöld tilkynntu þetta í gær.

Hvarf þotunnar hefur verið sveipað mikilli dulúð og hefur ýmsum kenningum verið varpað fram. Vélin hvarf 40 mínútum eftir flugtak frá Kuala Lumpur í Malasíu og má telja víst að hún hafi hrapað í sjóinn og að allir 239 sem um borð voru hafi farist. En hvar það gerðist og hvers vegna er óvíst.

Bandarískt tæknifyrirtæki, Ocean Infinity, telur sig vita hvar flugvélin hrapaði og hefur boðið malasískum yfirvöldum aðstoð sína. Ljóst er að kostnaðurinn við slíkan leiðangur er mikill en fyrirtækið segir að ekki verði rukkað fyrir leitina ef flakið finnst ekki.

Ocean Infinity telur að vélin hafi hrapað í sjóinn í suðurhluta Indlandshafs. Ocean Infinity tók þátt í leit á svipuðum slóðum árið 2018 en þá bar leitin ekki árangur.

Fyrirtækið segist hafa ný gögn um hvarf vélarinnar og munu fulltrúar yfirvalda í Malasíu nú fara yfir þau og meta trúverðugleika þeirra. Ef ástæða er til að hefja leit að nýju verður leitað samþykkis hjá þinginu til að ganga frá samningum við Ocean Infinity.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði