fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 07:30

Frá Sydney. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur gleðigöngunnar, Pride, sem fer fram á laugardaginn hafa beðið lögregluna um að halda sig fjarri göngunni. Ástæðan er morðið á samkynhneigðu pari, Luke og Jesse, sem var myrt af lögreglumanni að því að talið er.

DV.is fjallaði í morgun um mál þeirra.

Leita að sjónvarpsmanni og kærasta hans – Lögreglan skýrir frá nýjum atriðum varðandi þetta dularfulla mál

Í morgun bárust fregnir af því að lögreglan hafi fundið tvö lík sem eru talin vera lík Jesse og Luke. Voru þeir skotnir til bana og telur lögreglan að hinn grunaði hafi notað lögregluskammbyssu sína við morðin.

Lögreglumaðurinn hafði áður átt í ástarsambandi við Jesse.

Jesse og Luke höfðu í hyggju að taka þátt í gleðigöngunni.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum hennar kemur fram að það muni væntanlega bara auka enn frekar á sorgina, vegna morðanna, ef lögreglan tekur þátt í göngunni. Segja skipuleggjendurnir að þetta sé erfið ákvörðun því margt hinsegin fólk starfi innan lögreglunnar.

Karen Webb, lögreglustjóri í Sydney, hvetur skipuleggjendurna til að draga þessa beiðni til baka. Lögreglan tengist hatursglæpum gegn samkynhneigðum ekki á nokkurn hátt. Hér sé um ástríðuglæp að ræða. Sagðist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu skipuleggjendanna að sögn AP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu