fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Lögreglumaður dæmdur fyrir 13 nauðganir – „Þú varst að hitta djöfulinn“

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 07:30

Cliff Mitchell. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Cliff Mitchell, 24 ára, hafi misnotað stöðu sína sem lögreglumaður á skelfilegan hátt. Starf hans var að gæta öryggis almennra borgara en á sama tíma var hann samviskulaus afbrotamaður, glæpamaður af versta tagi.

Í síðustu viku var hann sakfelldur fyrir 13 nauðganir. Yngsta fórnarlambið var 13 ára. Refsing hans verður tilkynnt síðar en víst er að hann á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Fórnarlömb hans komu fyrir dóm og skýrðu frá níðingsverkum hans. Eitt fórnarlambið sagði að Mitchell hefði sagt við hana: „Mér er sama um líf mitt. Þú varst að hitta djöfulinn.“ Því næst batt hann hana og nauðgaði.

Í september 2023 var hann gripinn glóðvolgur þegar einu fórnarlamba hans tókst að sleppa frá honum þegar hann reyndi að nauðga henni.

Stuart Cundy, yfirlögregluþjónn hjá Lundúnalögreglunni, sagði í yfirlýsingu að málið sé mikið áfall og að honum bjóði við hegðun Mitchell og harmi þann sársauka sem hann hafi valdið fórnarlömbum sínum. Þau hafi sýnt mikið hugrekki með því að stíga fram og bera vitni fyrir dómi.

Mitchell var rekinn úr starfi í desember síðastliðnum.

Lögreglan rannsakar nú hvernig stendur á því að hann var ráðinn sem lögreglumaður því hann gerst sekur um nauðganir áður en hann gekk til liðs við Lundúnalögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?