fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Veggur við strönd Þýskalands þykir stórmerkilegur

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 07:30

Svona leit hann líklega út. Teikning:Michał Grabowski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar hafa fundið steinvegg, sem er á kafi í sjó í Eystrasaltinu nærri Þýskalandi, sem var reistur fyrir um 11.000 árum. Þetta er meðal elstu veiðimannvirkja á jörðinni og eitt stærsta mannvirkið frá Steinöld sem fundist hefur í Evrópu.

Live Science segir að í nýrri rannsókn komi fram að hugsanlega hafi veggurinn verið notaður við hreindýraveiðar en hann var á þurru landi fyrir 11.000 árum.

Vísindamenn segja að veggurinn hafi verið 975 metra langur, 1 metri á hæð og 2 metrar á breidd. Hann er nú á 70 metra dýpi og um 10 kílómetra frá strönd Rerik í Þýskalandi.

Veggurinn gæti verið sá stærsti sinnar tegundar frá þessu tímabili að mati vísindamannanna, sem gerðu rannsóknina.

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að veggurinn hafi verið notaður við veiðar með því að bera hann saman við svipaða veggi í öðrum heimsálfum. Telja vísindamennirnir að hann hafi verið reistur á þurru landi af söfnurum og veiðimönnum sem hafi síðan rekið villt dýr inn að honum og drepið þau. Líklega hafi hreindýr verið aðalbráðin.

En yfirborð sjávar hækkaði vegna bráðnunar íss þegar síðustu ísöld lauk og fór svæðið undir sjó fyrir um 8.500 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?