fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Leyndardómur 280 milljóna ára gamals steingervings kom sérfræðingum í opna skjöldu

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 17:00

Tridentinosaurus antiquus. Mynd:DR VALENTINA ROSSI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur 280 milljón ára gamall steingervingur valdið heilabrotum hjá vísindamönnum.

Steingervingurinn, sem er 20 cm langur, fannst í Ítölsku Ölpunum 1931 og var strax talið að um mjög mikilvægan fund væri að ræða sem gæti hjálpað til við að varpa ljósi á hvernig skriðdýr þróuðust.

Independent segir að útlínur líkamans hafi verið svartar á steininum og hafi þótt hafa varðveist ótrúlega vel, óvenjulega vel fyrir dýr.

Dýrið, sem var nefnt Tridentinosaurus, var sett í flokk Protorosauria skriðdýra og það sem var talið steingerð húð þess, þrátt fyrir að engin rannsókn hafi verið gerð á henni, vakti athygli og var fjallað hana í fréttum og bókum.

En mörgum steingervingafræðingum fannst dýrið undarlegt og veltu fyrir sér hvernig það hafði varðveist svo vel.

Nýlega tóku írskir og ítalskir vísindamenn sig til og rannsökuðu steingervinginn með því að nota UV ljósmyndun. Þetta varpaði ljósi á efni, sem var eins og lag yfir steingervingnum. Þeir segja að það hafi verið vel þekkt aðferð áður fyrr að bera ákveðin efni á steingervinga til varðveita þá betur.

Vísindamennirnir vonuðust því til að undir þessu lagi væru mjúkvefir dýrsins og að þeir væru í góðu ástandi. En smásjárgreining  sýndi að áferð og samsetning efnisins passaði ekki við raunverulega mjúkvefs steingervinga.

Frekari rannsóknir sýndu þá fram á að útlínur dýrsins höfðu verið búnar til með svartri málningu sem var sett á steininn.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Palaeontology. Í henni hvetja vísindamennirnir til varkárni hvað varðar notkun „steingervingsins“ í rannsóknum.

Evelyn Kustatscher, steingervingafræðingur hjá náttúruvísindasafninu í Suður-Týról á Ítalíu, sagði í samtali við the Independent að áratugum saman hafi sérfræðingar undrast hversu vel steingervingurinn hafði varðveist: „Nú, liggur þetta ljóst fyrir. Það sem var sagt vera húð er bara málning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera