fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 22:00

Voyager 1. Mynd:NASA JPL/Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilun í fjarskiptabúnaði Voyager 1, sem er það geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA sem hefur verið lengst að störfum, gerir að verkum að geimfarið getur ekki sent skilaboð til jarðarinnar og hefur ekki getað það síðustu þrjá mánuði.

Þetta veldur því að vísindamenn hafa vaxandi áhyggjur af að ekki verði hægt að ná sambandi aftur við geimfarið og laga það. Verkfræðingar reyna nú að lagfæra bilunina, sem er í tölvubúnaði, en það gerir verkið erfitt að hugbúnaður geimfarsins er gamall og fjarlægð þess frá jörðu er mikil.

Frá 14. nóvember hefur Voyager 1 ekki getað sent gögn til jarðarinnar en þetta eru gögn sem tækjabúnaður geimfarsins aflar á flugi þess um óravíddir geimsins. Svo virðist sem geimfarið móttaki upplýsingar og fyrirmæli og fari eftir þeim.

Voyager 1 er nú í 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, langt fyrir utan ystu mörk sólkerfisins. En þar sem verkfræðingar hafa ekki aðgang að tölvukerfum geimfarsins er erfitt fyrir þá að leggja mat á ástand þess.

„Það væri ótrúlegt kraftaverk ef við náum aftur sambandi,“ sagði Suzanne Dodd, verkefnisstjóri Voyager verkefnisins, í samtali við Ars Technica. Það gerir viðgerðina mjög erfiða að tölvubúnaður geimfarsins er gamall og vegna þess hversu langt frá jörðinni það er. Eftir að skilaboð eru send til geimfarsins þarf að bíða í 45 klukkustundir eftir svari að sögn NASA. Það gerir verkefnið enn flóknara að flestir þeirra sem komu að smíði geimfarsins eru látnir. Því þarf að notast við skriflegar upplýsingar og líkti Dodd því við ákveðið form fornleifafræði að leita í þeim.

Ekkert geimfar hefur farið lengra frá jörðinni en Voyager 1 sem var skotið á loft í september 1977.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?