fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Tíu staðreyndir um kaffi

Pressan
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 09:30

Vissir þú allt þetta um kaffi? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um allan heim drekkur fólk kaffi. Sumir aðeins örlítið en aðrir mikið og enn aðrir mjög mikið. En hversu mikið veist þú um kaffi?

Þjóðsagan segir að fólk hafi áttað sig á eiginleikum kaffis á níundu öld eftir Krist. Geitahirðar eru sagðir hafa tekið eftir því hvaða áhrif koffín hafði á geiturnar þeirra, þær nánast dönsuðu eftir að hafa étið ávöxtinn af kaffiplöntunni. Munkur einn ákvað því að sögn að búa til drykk úr þessum afurðum og drakk hann síðan. Drykkurinn hélt honum vakandi að næturlagi og þar með var kaffisopinn kominn fram á sjónarsviðið.

Kaffibaunir eru tæknilega séð fræ en við köllum þau baunir vegna þess hversu mikið þær líkjast belgávöxtum.

Það eru til tvær aðaltegundir kaffis: Arabica og Robusta. Kaffiræktendur rækta langflestir Arabica-tegundirnar því bragðið af Robusta er aðeins beiskara og tegundin inniheldur aðeins meira koffín.

Brasilía er stærsta kaffiræktunarland heims en þar er um þriðjungur alls kaffis ræktaður. Þetta er tvöfalt meira magn en er framleitt í næststærsta framleiðslulandinu sem er Víetnam.

Kaffi er ræktað í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Kaffi vex best í loftslaginu við miðbaug og af þeim sökum hentar loftslagið á Hawaii vel til kaffiræktunar. Nýlega var byrjað að rækta kaffi í Kaliforníu en þar eru nú nokkrir bændur sem rækta kaffi.

Flestir kannast við espresso kaffi en espresso þýðir að „kreista út“ á ítölsku. Nafnið vísar til aðferðarinnar við að framleiða espresso, að þröngva sjóðandi vatni í gegnum pressað kaffi.

Heimsins dýrasta kaffi kostar rúmlega 170.000 íslenskar krónur kílóið! Þessi tegund er unnin úr saur asískra þefkatta. Þetta eru smávaxnar kjötætur sem svipar til katta. Þær éta ávexti, þar á meðal kaffibaunir en geta ekki melt þær. Þegar kaffibaunirnar eru búin að fara í gegnum meltingarveg þeirra er þeim safnað saman og þær seldar dýrum dómum.

Margir hafa reynt að banna kaffi. Til dæmis reyndu nokkrir ítalskir prestar það í lok sextándu aldar því þeir töldu það vera „djöfullegt“. En Clemens VII, páfi, var svo ánægður með kaffi að hann felldi bannið úr gildi árið 1600. Á átjándu öld bönnuðu sænsk stjórnvöld bæði kaffi og búnað til kaffigerðar, þar á meðal bolla og undirskálar, vegna meintra tengsla kaffis við hugmyndir um uppreisn gegn yfirvöldum.

Það er hægt að drekka of mikið kaffi, sem sagt innbyrða of stóran skammt. En það er nú líklegast frekar lítil hætta á að fólk lendi almennt í því þar sem það þarf að drekka um 30 bolla á mjög skömmum tíma til að svo illa fari.

Finnar eru mesta kaffidrykkjuþjóð heims en hver fullorðinn Finni drekkur að meðaltali 12,5 kíló af kaffi árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð