fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Rannsaka voveiflegt hvarf þriggja barna móður – Hvað varð um Samönthu?

Pressan
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 13:42

Samantha Murphy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu daga hefur lögreglan í Viktoríufylki í Ástralíu leitað að 51 árs konu sem fór út að skokka að morgni sunnudagsins 4. febrúar síðastliðinn. Konan, Samantha Murphy, þriggja barna móðir, fór út klukkan sjö að morgni frá heimili sínu í Ballarat og ætlaði ekki að vera lengi.

Ekkert hefur spurst til Samönthu síðan þennan örlagaríka morgun og virðist lögregla engu nær um hvað varð af henni. Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir og útilokar lögregla ekki að einhver hafi rænt henni.

Shane Patton, yfirmaður lögreglu á svæðinu, tjáði sig í dag um rannsókn málsins við News.com.au þar sem hann sagði ýmislegt skrýtið við málið.

„Hvort það þýði að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað veit ég ekki. En augljóslega erum við að vinna að rannsókn á hvarfi konu sem hefur saknað í umtalsverðan tíma,“ segir hann.

Margt óvenjulegt við málið

Þá ræddi fréttamiðillinn við Tim Watson-Munro sem hefur áralanga reynslu af réttarsálfræði. Hefur Tim meðal annars unnið við rannsóknir á sálfræðilegum þáttum afbrotamanna. Hann segir að hvarf Samönthu sé „óvenjulegt“ af ýmsum ástæðum.

„Þetta er móðir sem hverfur við tiltölulega venjulegar aðstæður – hún fer út að hlaupa og sést ekki aftur,“ segir hann. „Annað sem er óvenjulegt er að venjulega eru einhverjar vísbendingar sem lögregla getur unnið út frá,“ segir hann en fyrir því er ekki að fara í þessu máli.

Þá furðar Tim sig á því að lögregla hafi verið óvenjuþögul um málið síðustu daga. Veltir hann því upp að eltihrellir hafi mögulega verið búinn að fylgjast með ferðum hennar og kortleggja. Hún hafi því verið auðveld bráð þar sem hún fór út að skokka á afskekktum stað snemma morguns þar sem enginn var á ferli.

Hann viðurkennir að kenningin um eltihrelli sé hugsanlega langsótt en minnir þó á að raunveruleikinn er oftar en ekki skrýtnari en skáldskapur.

Gömul námugöng á svæðinu

Tim segir að einnig sé ekki hægt að útiloka að hún hafi dottið ofan í gömul námugöng sem vitað er til að eru á svæðinu eða að hún hafi stungið af. Það sé ólíklegt enda bendi flest til þess að hún hafi lifað mjög hamingjuríku lífi.

Samönthu er lýst sem hraustri og heilbrigðri – bæði á líkama og sál – móður og eiginkonu sem elskaði að vera með fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar, Mick Murphy, steig fram í síðustu viku og biðlaði til almennings að hafa augun opin.

„Fólk hverfur ekki bara. Það hlýtur einhver að vita eitthvað,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera