fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Gömlu hjónin fengu að deyja saman

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 13:47

Dries og Eugenie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dries van Agt, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, og eiginkona hans, Eugenie, létust síðastliðinn mánudag í heimabæ þeirra Nijmegen. Bæði voru 93 ára.

Dries og Eugenie fengu dánaraðstoð sem er lögleg í Hollandi. Þau höfðu verið léleg til heilsunnar og ákváðu að fara þessa leið saman, að sögn talsmanns mannréttindasamtakanna The Rights Forum sem Van Agt stofnaði á sínum tíma.

Dries var forsætisráðherra Hollands á árunum 1977 til 1982 og barðist til að mynda fyrir því að friður kæmist á milli Ísraels og Palestínu.

Dries fékk heilablóðfall árið 2019 og jafnaði sig aldrei almennilega. Gerad Jonkman, framkvæmdastjóri The Rights Forum, segir að eiginkona hans hafi einnig verið orðin lasin og þau hafi ekki viljað lifa án hvors annars.

Tvöföld dánaraðstoð eins og í tilfelli Dries og Eugenie er tiltölulega sjaldgæf í Hollandi en hefur þó færst í vöxt á undanförnum árum. Árið 2022 kusu 22 hjón eða pör að fara þessa leið, 16 árið 2021 og 13 árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár