fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Nokkur merki þess að makinn sé að halda framhjá þér

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt annað en góð tilfinning þegar makinn heldur framhjá. Stundum hefur fólk grun um að makinn sé að halda framhjá en veit samt sem áður ekki fyrir víst hvort svo sé. Það er auðvitað allt annað en auðvelt að spyrja makann beint út í þetta og betra að vera nokkuð viss í sinni sök áður en svo stór spurning er borin upp.

Metro spurði Celia Schweyer, sem er sögð sérfræðingur í stefnumótum og ástarsamböndum, út í málið og hvaða merkjum í hegðun makans fólk eigi að leita að ef það hefur grun um framhjáhald. Miðað við það sem hún segir virðast þau vera ansi mörg en hér verða nokkur þeirra nefnd til sögunnar.

Það gengur illa að ná sambandi. Skyndilega verður erfitt að ná sambandi við makann þegar hann er í vinnunni. Það getur auðvitað verið vegna þess að vinnan er svo krefjandi og hann hefur svo mikið að gera en það getur líka verið skýrt merki þess að hann sé að halda framhjá. Sérstaklega ef það var aldrei vandamál áður að ná sambandi við hann. Ef vandamálið er viðvarandi getur verið rétt að grípa til aðgerða segir Celia.

Nándin og tengslin minnka. Celia segir að nánd og tengsl fólks séu mælikvarðar á styrk sambandsins. Ef fólki finnst sem veggur sé að byggjast upp á milli þess þurfi að komast að hvað veldur. Oft byrji þetta með minni samskiptum, trega til að fara út með makanum og margt annað.

Breytingar á kynlífinu. Hefur kynlíf ykkar breyst? Hefur dregið úr því eða það aukist? Er það mikil breyting frá því sem var? Þetta segir Celia að geti verið hættumerki. Það geti verið hættumerki ef kynhvötin virðist hafa minnkað, það geti þýtt að makinn fái nóg annarsstaðar. Hún segir að mikið kynlíf geti einnig verið hættumerki því samviskubit geti verið að angra makann og hann vilji reyna að „bæta“ upp fyrir framhjáhaldið með meira kynlífi.

Síminn. Ef makinn byrjar að vera með símann sinn hjá sér ÖLLUM stundum getur það verið hættumerki að hennar sögn. Það eykur enn á hættumerkin, segir hún, ef makinn virðist verða æstur þegar síminn lætur í sér heyra eða ef hann talar bara í hann svo þú heyrir ekki til. Önnur hættumerki eru að makinn lesi skilaboð sem hann fær en svarar þeim ekki ef þú er nálægt. Þá er það líka hættumerki ef þú mátt ekki lengur snerta síma makans eða ef hann breytir aðgangsorðinu að honum og vill ekki leyfa þér að vita það. Það sama á við um samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera