fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Grænland er að rísa vegna mikillar bráðnunar íss

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 10. febrúar 2024 11:30

Hluti af Grænlandsjökli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísinn á Grænlandi er að bráðna tuttugu prósent hraðar en áður var talið sem hefur orðið til þess að landið sjálft er að rísa.

Þetta hafa tvær nýjar rannsóknir leitt í ljós en ástæða þessa er að bráðnunin léttir þrýstingi af bergi sem verður til þess að Grænland er að ná aukinni hæð.

Fjallað er um þetta á vefnum All That´s Interesting.

Bráðnunin hefur staðið yfir síðustu 11.700 ár en hefur aukist gríðarlega á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga. Heildarmagn íss í Grænlandsjökli, minni jöklum og ám, sem er að bráðna, er 20 gígatonn á ári en 1 gígatonn er jafn mikið og 1 milljarður tonna.

Auk þess að léta þrýstingnum af berginu skilar bráðnunin fersku vatni í hafið sem getur haft áhrif á strauma og hitastig sjávar.

Jöklafræðingurinn Chad Greene sem fór fyrir annarri rannsókninni segir nánast alla jökla Grænlands hafa hopað síðustu áratugi og ekkert hafi hægst á því ferli.

Rannsóknin sem hann stýrði byggði á greiningu gervihnattamynda frá árunum 1985-2022 og um 200.000 athugunum á jöðrum jökla um allt Grænland.

Þessar athuganir leiddu í ljós að síðan 1992 hafa fimm trilljónir tonna af ís bráðnað á Grænlandi. Ein trilljón er þúsund milljarðar.

Til að setja þetta í samhengi, ef allur þessi ís sem bráðnað hefur síðan 1992 væri settur í einn ísmola næði hann yfir stærra svæði en Manhattan-eyja í New York og upp í meiri hæð en Mount Everest, hæsta fjall heims.

Þessi mikla bráðnun hefur eins og fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós haft þær afleiðingar að yfirborð sjávar hefur hækkað en önnur áhrif en það eru m.a. að landrisið á Grænlandi er um það bil 7,6 millimetrar á sumum svæðum á ári.

Landris á Grænlandi hefur mælst allt að 20 sentimetrar á síðustu 10 árum.

Bráðnunin hækkar ekki bara yfirborð sjávar heldur geta hafstraumar í Norður-Atlantshafi raskast og hitastigið í hafinu í Evrópu og Norður-Ameríku breyst. Þar með talið við strendur Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar