fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Yfirmaður í banka fór að gráta þegar hann sá hversu auðvelt var að ræna viðskiptavin bankans

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 19:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringaþáttur sænska ríkissjónvarpsins SVT, Uppdrag Granskning, hefur rannsakað mál sem upp hafa komið í Svíþjóð þar sem eldri borgarar eru gabbaðir, með símtölum, til að millifæra fé af reikningum sínum yfir á reikninga í eigu svikahrappa. Þegar yfirmanni varna gegn fjársvikum hjá banka einum var sýnt myndskeið af því þegar fé var svikið út úr eldri konu sem er viðskiptavinur bankans brast hann einfaldlega í grát.

Konan er á níræðisaldri og á skömmum tíma voru 47.000 sænskar krónur (tæpar 612.000 íslenskar krónur) sviknar út úr henni en svikahrapparnir notuðust við síma. Hún millifærði tvisar háa upphæð út af reikningi sínum til svikahrappanna en það var ekki fyrr en hún gerði það í þriðja sinn sem að öryggiskerfi banka hennar, Handelsbanken, brást við.

Guy Wennerholm yfirmaður varna gegn fjársvikum hjá Handelsbanken segir að bankinn vilji að sjálfsögðu ekki að svona gerist.

Hann og kollegar hans í öðrum bönkum í Svíþjóð segja að verið sé gera allt mögulegt til að koma í veg fyrir að svikahrappar geti gabbað eldri borgara með þessum hætti með því að hringja í þá. Hins vegar var tilkynnt um 29.000 slík tilfelli í Svíþjóð á síðasta ári og þau hafa aldrei verið fleiri.

Leið mjög illa að horfa upp á glæpinn

Þáttagerðarmennirnir sýndu Wennerholm myndskeið af því þegar konan var göbbuð til að millifæra peninga til svikahrappanna. Í myndskeiði sem fylgir frétt SVT má glöggt sjá að honum er verulega brugðið og þótt hann hafi ekki hágrátið blasir við að gráturinn kom upp á yfirborðið.

Wennerholm sagði hræðilegt að sjá hvernig konan var göbbuð og að honum liði mjög illa yfir því.

Eins og áður segir er konan á níræðisaldri. Þegar hún ætlaði að millifæra peninga í þriðja sinn á reikning svikahrappanna greip Handelsbanken loks inn í og stöðvaði færsluna. Sú upphæð var næstum jafnhá og upphæðin sem hún hafði millifært samtals í fyrstu tvö skiptin. Í þriðja skiptið eins og í hinum tveimur átti millifærslan að fara á nýstofnaðan og óþekktan reikning.

Wennerholm var spurður hvort öryggiskerfi bankans ættu ekki að bregðast við þegar manneskja á níræðisaldri millifærir háar upphæðir á nýjan reikning í nokkur skipti á stuttum tíma.

Hann svaraði því til að bankinn væri að vinna hörðum höndum að því að móta slíka ferla og að kerfi bankans þurfi að vera í sífelldri endurskoðun.

Eftir að Uppdrag Granskning ræddi við Wennerholm fékk konan um fjórðung af upphæðinni sem hún tapaði til baka. Bankinn vildi hins vegar ekki tjá sig um það og bar við bankaleynd. Fjársvikin eru til rannsóknar hjá lögreglunni.

Fleiri bútar úr umfjöllun Uppdrag Granskning um fjársvik með aðstoð síma, sem beinast gegn sænskum eldri borgurum, eru á vef SVT. Þar kemur meðal annars fram að svikahrapparnir eru sænskir og geta því talað við skotmörk sín á sænsku. Þeir eru hins vegar staðsettir á Spáni og því flóknara en ella að hafa hendur í hári þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Fyrir 4 dögum

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós