Allt bendir til þess að Joe Biden, sitjandi forseti, og Donald Trump, fyrirrennari hans í embætti, muni berjast um hylli bandarískra kjósenda í haust. En hvor verður forseti?
Lichtman þróaði spákerfi sem hann kallar „lyklarnir að Hvíta húsinu“ en alls er um að ræða þrettán lykla eða spurningar sem er svarað til að fá niðurstöðu.
Meðal spurninganna er hvort forsetinn sé viðriðinn einhverskonar hneyksli? Er samfélagslegur órói í landinu? Er einhver frambjóðendanna með sérstaklega mikla persónutöfra eða talinn þjóðhetja? Hvernig er staðan í efnahagsmálum, bæði til skamms tíma og langs? Hvernig hefur gengið í utanríkismálum eða stríðsrekstri?
Lichtman telur að eins og staðan er núna sé Biden kominn með greipar sínar á fimm lykla en Donald Trump þrjá. Þá standa eftir fimm lyklar og segir Lichtman að enn sé því nægur tími til stefnu fyrir frambjóðendurna. Ef fer sem horfir séu þó meiri líkur en minni á að Joe Biden verði áfram Bandaríkjaforseti.
Í umfjöllun New York Post kemur fram að Lichtman hafi spáð rétt fyrir um að Donald Trump yrði Bandaríkjaforseti árið 2016 og að Joe Biden myndi hafa betur árið 2020.