fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Vill heldur vera í fangelsi en heima hjá mömmu

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung ítölsk kona var nýlega handtekin á eyjunni Ischia, grunuð um að vera með eitt kíló af hassi í fórum sínum. Á meðan hún beið réttarhalda var hún úrskurðuð í stofufangelsi og skyldi það fara fram heim hjá móður hennar.

En stofufangelsið heima hjá mömmu reyndist henni svo erfitt að í síðustu viku fór hún á næstu lögreglustöð og bað um að verða sett í fangelsi, hún gæti ekki lengur verið heima hjá mömmu og staðið í stöðugum deilum við hana.

SKY TG24 segir að henni hafi þá verið komið fyrir á stofnun á meðan ákvörðunar er beðið um hvort orðið verði við ósk hennar og hún sett í fangelsi fram að réttarhöldunum.

Unga konan, sem er 23 ára og býr í Pozzuoli, sagði að þeim mæðgum komi alls ekki vel saman og að hún geti ekki haldið það út lengur að vera heima hjá henni.

Vandræði konunnar hófust þegar lögreglan í Casamicciola stöðvaði hana við hefðbundið eftirlit. Þá fundust fíkniefni í fórum hennar. Þar sem konan hafði aldrei áður komist í kast við lögin var ákveðið að stofufangelsi væri góð lausn meðan réttarhaldanna væri beðið.

Það gerði stofufangelsið flóknara að bróðir hennar, sem er tvítugur, var einnig í stofufangelsi heima hjá mömmu.

Eftir að unga kona var komin í stofufangelsið gerði lögreglan húsleit heima hjá fjölskyldunni og fann þá hálfsjálfvirka skammbyssu sem talið er að sé í eigu bróðursins. Hann var því fluttur í fangelsi og rannsókn á málum hans hraðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera