fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Þingmaður vill að skorið verði undan barnaníðingum

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 22:30

Erkezhan var aðeins fimm ára þegar hún var myrt af barnaníðingi sem bjó í næsta nágrenni við hana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynferðisbrotamenn sem gerast sekir um gróf brot gegn börnum eiga ekki von á góðu í Kasakstan nái frumvarp þar í landi fram að ganga. Svo gæti nefnilega farið að kynfæri þeirra verði hreinlega fjarlægð með skurðaðgerð.

Gelding barnaníðinga með lyfjagjöf er lögleg í Kasakstan eins og í sumum öðrum ríkjum en hluti þingmanna í landinu vill meina að slík meðferð gangi ekki nógu langt.

Elnur Beisenbaev, þingmaður og ritari Amanat-flokksins, þess stærsta í Kasakstan, segir að stjórnvöld hafi sýnt af sér heigulskap þegar barnaníðingar eru annars vegar. Rétta leiðin sé að beita skurðaðgerð á þá sem gerast sekir um gróf kynferðisbrot.

Brotum fjölgar

„Því miður þá er þessum brotum að fjölga,“ hefur Daily Mail eftir þingmanninum. Vill hann meina að lyf, sem eiga að draga úr kynhvöt, séu ekki nógu skilvirk.

Elnur benti á mál fimm ára stúlku, Erkezhan Nurmakhan, máli sínu til stuðnings en hún var myrt af 48 ára karlmanni, Saidolim Gayibnazarov, á síðasta ári.

Saidolim var dæmdur í lífstíðarfangelsi og gert að gangast undir geldingu með lyfjagjöf. Lokkaði hann stúlkuna heim til sín með loforði um peninga en hann var nágranni stúlkunnar og fjölskyldu hennar og tók meðal annars þátt í leitinni að henni. Saidolim hafði áður komist í kast við lögin vegna kynferðisbrota gegn börnum.

Þá nefndi hann mál annars manns sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað yfir tveggja ára skeið.

Vill að dómarar hafi þennan möguleika

Í umfjöllun Mail Online er bent á að gelding með skurðaðgerð gangi gegn grundvallarmannréttindum en þrátt fyrir það kveðst Elnur, sem sjálfur er fjögurra barna faðir, ætla að halda áfram að berjast.

„Það er ekki verið að leggja til að allir sem gerast sekir um brot gegn börnum verði geldir með skurðaðgerð en við viljum að dómarar hafi þennan möguleika. Ef um sérstaklega svívirðilegt brot er að ræða þá finnst mér að það eigi við.“

Saidolim segir að ákvæði í lögum hvað þetta varðar hafi mikinn fælingarmátt. „Þetta myndi senda skýr skilaboð til barnaníðinga.“

Innanríkisráðherra Kasakstans, Igor Lepikha, segir að gelding með skurðaðgerð sé vafasöm aðferð. „Með tilliti til siðferðislegra álitaefna þá er þetta flókið í framkvæmd. Þeir sem gerast sekir um grófustu brotin eru oftar en ekki dæmdir í lífstíðarfangelsi þannig að maður veltir fyrir sér hver tilgangurinn væri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?