fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Móðir Briönnu vill að börnum verði bannað að nota samfélagsmiðla

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 11:30

Brianna með móður sinni, Esther.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Esther Ghey, móðir hinnar sextán ára gömlu Briönnu Ghey, sem var myrt á hrottalegan hátt af tveimur jafnöldrum sínum í febrúar í fyrra, hefur kallað eftir því að róttækar breytingar verði gerðar varðandi aðgang barna að samfélagsmiðlum.

Brianna var stungin 28 sinnum af Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe sem á dögunum voru dæmd í lífstíðarfangelsi.

Málið hlaut mikla umfjöllun í Bretlandi en við meðferð málsins fyrir dómstólum kom í ljós að Scarlett og Eddie voru tíðir gestir á vefsíðum myrkranetsins þar sem morð og pyntingar voru meðal efnis sem þau skoðuðu.

Sjá einnig: Unglingarnir sem myrtu Brianna Ghey loks afhúpaðir, en hvað vakti fyrir þeim? – Heimsóknir í „rauð herbergi“ á myrkranetinu sögð hafa kveikt kvalalosta

Sagði sálfræðingur að ungmennin tvö, á mótunaraldri, hefði orðið fyrir óhjákvæmilegum skaða sem kveikti myrkar kenndir þeirra. Þá spilaði það inn í að Brianna var trans barn og hafði Eddie ítrekað kallað Briönnu „það“ og „stelpustrák“.

Esther ræddi málið við BBC um helgina og segir hún að gera þurfi róttækar breytingar á aðgengi ungmenna að samfélagsmiðlum. Vill hún að sett verði í lög að ekki megi selja börnum undir 16 ára síma sem innihalda samfélagsmiðlaforrit. Þá vill hún að vafasöm leitarorð barna verði „flögguð“ þannig að foreldrar þeirra geti fylgst betur með.

Í þættinum Sunday With Laura Kuenssberg á BBC sagði Esther meðal annars:

„Við viljum að því verði komið í lög að ákveðnir símar verði aðeins aðgengilegir börnum undir 16 ára. Þannig að ef þú ert 16 ára eða eldri getur þú fengið fullorðinssíma en ef þú ert undir 16 ára færðu annars konar síma sem inniheldur ekki alla þessa samfélagsmiðla,“ segir hún.

Þá vill hún að samhliða þessu fái foreldrar sjálfkrafa aðgang að smáforriti þar sem þeir geta fylgst með því sem börn þeirra gera á netinu. „Þannig að ef börn eru að leita að sömu orðum og til dæmis Scarlett og Eddie voru að gera þá fái foreldrar meldingu um það,“ segir hún.

Telur Esther að með þessu hefðu foreldrar Scarlett og Eddie – sem voru grunlausir – getað fengið viðeigandi aðstoð fyrir börn sína.

Þá hafi komið í ljós að Brianna sjálf leitaði að efni varðandi sjálfsskaða sem Esther hefði ekki vitneskju um. „Ef hún hefði ekki getað nálgast þessar síður held ég að henni hefði ekki liðið eins illa og raun ber vitni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera