fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Lítil stúlka var læst inni í skáp í 6 ár – Skelfileg saga hennar

Pressan
Laugardaginn 3. febrúar 2024 22:00

Lauren Kavanaugh. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um hina bandarísku Lauren Kavanaugh er hræðileg og óskiljanlegt að foreldrar, og fólk almennt, geti farið svona með lítið barn. Þegar hún var tveggja ára læstu foreldrar hennar hana inni í skáp og þar var hún næstu sex árin í myrkrinu. Öðru hvoru var hún tekin út úr skápnum en þá aðeins til að vera lamin eða misnotuð kynferðislega. Síðan var henni hent aftur inn í skápinn þar sem allt var þakið saur og þvagi.

Þegar henni var loksins bjargað úr þessum hryllilegum aðstæðum 2001 var hún orðin átta ára. Hún var sködduð á líkama og sál eftir öll þessi ár. Nú er hún orðin 31 árs og glímir enn við afleiðingar þessara martraðar sem hún upplifði í uppvextinum. Fyrir nokkrum árum skýrði hún frá hryllingnum og hvernig upplifunin sækir enn á hana.

„Allt frá æsku hef ég barist við þetta. Ég sef eiginlega ekki og þjáist af miklum kvíða. Ég hef reynt að fyrirfara mér rúmlega 30 sinnum,“

sagði hún í viðtali við Dr. Phil.

Allt virtist eðlilegt

Allt benti til að örugg og eðlilegt æska biði Lauren þegar hún fæddist. Foreldrar hennar, Barbara Atkinson og stjúpfaðirinn Kenneth Atkinson, gáfu hana frá sér til ættleiðingar. En nokkrum mánuðum síðar sáu þau eftir þessu og námu hana á brott frá stjúpforeldrunum og fóru með hana heim í húsið sitt í Hutchins í Texas. Þar átti hún að búa með fimm öðrum börnum þeirra.

En foreldrunum líkaði ekki við Lauren og þess vegna lokuðu þau hana inni í skáp sem var 1,2×2,7 metrar þegar hún var tveggja ára. Hún fékk lítið að borða og var aðeins hleypt út þegar hún átti að ganga í gegnum annarskonar hrylling.

„Þau tóku mig út til að misnota mig kynferðislega. Þegar þau höfðu lokið sér af var ég lamin og sett aftur inn í skápinn,“

sagði hún við Dr. Phil.

„Stundum tók mamma menn eða konur með heim sem áttu að misnota mig kynferðislega. Ef ég öskraði urðu þau mjög reið. Foreldrum mínum fannst gaman að horfa á. Ég varð að gera það sem þau sögðu mér að gera til að lifa af.“

Nágranninn bjargaði henni

Þessum hluta martraðar hennar lauk 2001 þegar foreldrar hennar deildu „litla leyndarmálinu sínu“ með nágranna sínum. Hann hringdi strax í lögregluna sem fann Lauren í skápnum. Öll þessi ár í myrkri og án nægilegrar næringar höfðu sett greinileg merki á Lauren sem var jafn þung og tveggja ára barn þegar hún fannst átta ára gömul.

Vítamín- og næringarskortur höfðu valdið því að magi hennar var risastór, eins og fótbolti, og læknar urðu að nota sömu aðferðir við aðhlynningu hennar og voru notaðar á fanga sem voru frelsaðir úr útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Húð hennar var þakin rauðum útbrotum vegna þess að hún hafði hafst við í þvagi og saur og saur var í kringum munnvik hennar.

Lauren var illa á sig kominn þegar henni var bjargað. Mynd:Lögreglan

Hún hafði orðið fyrir miklum skaða af völdum kynferðisofbeldisins og læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði að gangast undir margar aðgerðir síðar til að hægt yrði að lagfæra það sem foreldrar hennar og aðrir höfðu eyðilagt.

Hún hafði einnig orðið fyrir heilaskaða því svona löng einangrun og aðrar þjáningar urðu til þess að heili hennar þroskaðist á rangan hátt. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að heili hennar hefði ekki þroskast eins og hann hefði átt að gera og að hún hefði aldrei náð að þróa með sér grundvallartilfinningar eða félagslega færni. Hún hafði ekki lært hvernig væri hægt að treysta öðru fólki og hún vissi ekki hvað það var að sýna sjálfum sér og öðrum umhyggju. Hún vissi ekki hvernig átti að sitja á stól, hvernig átti að nota klósett. Þegar farið var með hana í fyrsta sinn út af sjúkrahúsinu byrjaði hún að öskra þegar hún fann gras undir fótum sínum.

Kántrítónlist hefur neikvæð áhrif á hana

Þrátt fyrir að hafa verið í einangrun í sex ár og að hafa nánast ekki átt í samskiptum við neinn öll þessi ár hafði hún lært að tala. Líklega vegna þess að móðir hennar spilaði kántrítónlist til að yfirgnæfa grát hennar og öskur.

„Ég get ekki hlustað á slíka tónlist í dag því það var það eina sem þau spiluðu þegar ég öskraði. Þegar ég heyri kántrítónlist fer ég aftur þangað í huganum,“

sagði hún við Dr. Phil.

Lauren Kavanaugh. Skjáskot/YouTube

Hljóð eða atvik, sem hún tengir við æskuna, fara illa í hana og gera hana órólega. Hún er einnig skapstór og hefur sýnt af sér ofbeldishegðun gagnvart sjálfri sér og öðrum. Fyrir nokkrum árum var hún sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.

Foreldrar hennar voru dæmd í ævilangt fangelsi 2002. Þau geta sótt um reynslulausn 2031.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans