Fjölmiðlar ytra birtu mynd af Trump veifa hægri höndinni og vöktu rauðir blettir á fingrum hans athygli. Þóttu blettirnir minna einna helst á blóð og veltu einhverjir því fyrir sér hvort Trump, sem er orðinn 77 ára, hefði meitt sig lítillega og kannski skorið sig.
Sjá einnig: Rauðir blettir á höndum Donald Trump vekja athygli – Hvað er þetta eiginlega?
Þá var rætt við húðlækni sem sagði að Trump gæti mögulega verið með útbrot, handþurrk eða fengið blöðrur af því að spila golf. Þá veltu aðrir fyrir sér hvort um væri að ræða tómatsósu.
Trump var spurður út í blettina á samkomu sem haldin var í Washington í gær og virtist spurningin hafa komið flatt upp á hann. Sagðist hann ekki hafa séð umrædda mynd en þvertók fyrir að eitthvað hafi gerst. Hann hafi ekki slasast og ekki upplifað nein óþægindi í höndinni.
„Kannski var þetta gervigreindin,“ sagði hann.