fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Trump varar við: „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“

Pressan
Mánudaginn 29. janúar 2024 11:52

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegt forsetaefni Repúblikana fyrir kosningarnar í haust, er ómyrkur í máli í garð Joe Biden, núverandi forseta.

Árás var gerð á bandaríska herstöð í Jórdaníu í gær með þeim afleiðingum að þrír bandarískir hermenn létust. Beindust augun í kjölfarið að Íran en stjórnvöld þar hafa neitað að hafa átt þátt í árásinni.

Umrædd herstöð er skammt frá landamærum Jórdaníu, Sýrlands og Íraks og særðust tugir hermanna til viðbótar við þá sem létust.

Í færslu á Truth Social sagði Trump að heimurinn væri „ á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“ og fullyrti hann að árásin sem gerð var í gær hefði aldrei átt sér stað ef hann væri forseti. Gagnrýndi hann ríkisstjórn Bidens fyrir „linkind og uppgjöf“ og árásin væri bein afleiðing þess.

„Árásin hefði ALDREI átt sér stað væri ég forseti, ekki einu sinni möguleiki – Alveg eins og innrás Hamas, með stuðningi Írans, í Ísraels hefði aldrei gerst. Stríðið í Úkraínu hefði aldrei átt sér stað og það væri friður um heim allan. Þess í stað erum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar,“ sagði forsetinn fyrrverandi og bætti við að hann hefði haft fullkomna stjórn á írönskum yfirvöldum þegar hann hætti sem forseti.

Trump lofaði að koma þessum atriðum í lag ef hann verður kjörinn forseti að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð