fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Svikahrappur stal stórfé frá vinnuveitanda sínum en segist eiga skilið að fá eftirlaun frá honum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 29. janúar 2024 14:30

San Antonio í Texas. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri hefur verið sökuð um að hafa svikið alls 100 milljónir dollara (tæplega 13,7 milljarðar íslenskra króna) út úr bandaríska hernum. Konan er ekki hermaður en starfaði fyrir herinn sem borgaralegur starfsmaður. Staðfest hefur verið að konan getur farið á eftirlaun frá hernum án þess að réttindi hennar verði skert vegna ásakananna í hennar garð.

New York Post greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilisins kemur fram að konan heitir Janet Yamanaka Mello og er 57 ára gömul. Hún sætir nú sakamálarannsókn en hefur haldið því fram fullu fetum að hún hafi unnið fyrir eftirlaunum sínum hvað sem fjársvikunum líður. Hún er sögð hafa nýtt féð sem hún sveik út úr hernum til að kaupa 30 fasteignir víða um Bandaríkin, 80 lúxusbíla og skartgripi. Eru svikin sögð hafa staðið yfir í sjö ár.

Talsmaður hersins segir að hann hafi ekki lagaheimild til að svipta Mello eftirlaunum sínum. Slíkt geti herinn einungis gert ef viðkomandi hafi gerst sekur um landráð eða uppreisn.

Þóttist vinna að velferð barna

Lögmaður Mello segir að hún hafi sannarlega unnið fyrir eftirlaunum sínum og að þau tengist ekki fjársvikunum. Hann segir Mello sýna fulla samvinnu við rannsókn málsins og að hún muni líklega selja eitthvað af eignunum sem hún keypti til að endurgreiða hernum.

Mello starfaði við bókhald á herstöð í Texas. Árið 2016 stofnaði hún félag sem í orði kveðnu snerist um að vinna að heilsu og þroska barna og ungmenna. Hún fékk það í gegn að herinn styrkti félagið en allt féð sem rann til félagsins fór beint í vasa Mello og eins og áður sagði notaði hún það til að kaupa fasteignir og lúxusvarning. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Mello hafi framvísað skjölum þar sem ranglega hafi verið fullyrt að umrætt félag hefði heimild til að þiggja fjárframlög frá hernum.

Skattayfirvöld fóru að rannsaka félagið nánar þegar Melo taldi það fram til skatts árið 2017.

Mello fullyrti að félagið veitti hermönnum og fjölskyldum þeirra ákveðna þjónustu sem tengdist meðal annars velferð barna en engin slík þjónusta var veitt og peningarnir fóru alfarið í vasa Mello.

Mello hefur verið ákærð fyrir fjársvik, að eiga í viðskiptum með fé sem fengið er með glæpsamlegum hætti og að hafa stolið auðkenni ónefnds aðila. Nái Mello ekki að semja við ákæruvaldið um refsingu hefjast réttarhöld yfir henni í febrúar.

Hámarks refsing sem hún á yfir höfði sér er 142 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Í gær

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?