fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stórhættuleg fegrunaraðgerð – 93 Bandaríkjamenn látnir

Pressan
Mánudaginn 29. janúar 2024 19:30

Brazilian butt lift hefur verið afar umdeild. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 93 Bandaríkjamenn hafa látist frá árinu 2009 eftir að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir í Dóminíska lýðveldinu.

Ein banvænasta fegrunaraðgerðin, að sögn AP-fréttaveitunnar, er aðgerð sem kallast brazilian butt lift en í henni er fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. Hafa vinsældir þessarar aðgerðir aukist á undanförnum árum og samhliða því hefur dauðsföllum fjölgað.

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, heldur utan um þessar tölur og létust sem fyrr segir 93, þar af 92 konur, á árunum 2009 til 2022. Frá árinu 2019 hafa um 50 manns látist og er fjölgun dauðsfalla í réttu hlutfalli við auknar vinsældir þessarar tilteknu aðgerðar.

Dóminíska lýðveldið er vinsæll ferðamannastaður og þar er hægt að komast undir hnífinn fyrir pening en í öðrum löndum.

Í umfjöllun AP kemur fram að dauðsföllin séu ekki bara bundin við Dóminíska lýðveldið því þau hafa einnig átt sér stað í öðrum ríkjum, einnig í Bandaríkjunum.

Árið 2020 fjallaði DV um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi og sagði lýtalæknirinn Hannes Sigurjónsson að þó aðgerðin væri ekki meðal þeirra vinsælustu hér á landi væri mikið spurt um hana.

„Þessi aðgerð fékk á sig slæmt orð vegna tíðra fylgikvilla, sem aðallega voru vegna þess að ósérhæfðir aðilar voru að framkvæma þessar aðgerðir, það er, ekki lýtalæknar, og jafnvel voru þær framkvæmdar í kjallaraíbúðum erlendis, þar sem iðnaðarsilíkoni eða öðrum efnum var komið fyrir í rassinum. En ef þessi aðgerð er gerð af sérhæfðum lýtalækni á faglegan hátt, við viðurkenndar aðstæður og með viðurkenndum aðferðum, þá er tíðni fylgikvilla ekki hærri en við aðrar algengar fegrunaraðgerðir,“ sagði Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“