fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Maður gróf holu til að leita að gulli en átti eftir að iðrast þess

Pressan
Sunnudaginn 21. janúar 2024 09:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur í Brasilíu ákvað fyrr í þessum mánuði að grafa holu í gólfið á húsi sínu til að leita að gulli undir því. Þetta tiltæki kostaði hann hins vegar lífið.

Hann var 71 árs gamall og hét João Pimenta da Silva. Nótt eina dreymdi hann draum og vaknaði um morguninn fullviss um það að gull leyndist undir húsi hans. Hann hóf þegar að grafa gögn niður um gólfið á húsinu en endi var bundinn á gullleitina þegar hann hrapaði um 40 metra og lést.

Nágranni Pimenta segir að hann hafi eytt heilu ári í grafa holuna og ráðið margt fólk til að aðstoða sig við það.

Nágrannar Pimenta segja að hann hafi útskýrt uppátækið með þeim hætti að andi hefði heimsótt hann í draumnum og fullyrt að mikil auðæfi lægju undir fótum hans. Nágrannarnir vöruðu Pimenta við að ráðast í gröftinn en hann lét það sem vind um eyru þjóta og hóf að grafa göng í gegnum gólfið.

Göngin urðu á endanum um 1 metri á breidd og 40 metra djúp.

Þegar göngin fóru að dýpka réð Pimenta aðstoðarmenn. Hann borgaði þeim í upphafi andvirði tæplega 2.000 íslenskra króna á dag en greiðslurnar hækkuðu eftir því sem verkinu vatt fram.

Da Silva seldi allar eignir sínar til að fjármagna gröftinn. Á endanum var hann farinn að greiða fólki sem kom og aðstoðaði hann andvirði tæplega 14.000 íslenskra króna á dag.

Loks komu Pimenta og aðstoðarmenn hans niður að grjóti sem blasti við að yrði erfitt að losa en hann fór þá að spyrjast fyrir um hvar hann gæti nálgast dýnamít.

Hann hélt þó áfram að grafa og var ásamt vini sínum að reyna að losa meiri jarðveg og vatn úr göngunum þegar slysið varð. Pimenta var að reyna að klifra upp úr holunni þegar hann rann á planka sem var yfir henni og hrapaði 40 metra niður göngin en vinur hans gat ekkert gert til að forða honum frá fallinu.

Gullleit João Pimenta da Silva var því algjörlega árangurslaus og kostaði hann lífið. Að honum látnum fékk hann þó hrós frá slökkviliðsmönnum fyrir mikla fagmennsku og vandvirkni við gangagerðina.

Allthatsinteresting.com greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni