fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Dauðbrá þegar kom í ljós hvað var í pokanum á götunni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 19. janúar 2024 14:30

Innkaupapoki-Wikimedia/Donald Trung Quoc Don. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem var úti að ganga með hundinn sinn í austuhluta London í gærkvöldi gekk fram á innkaupapoka sem viðkomandi þótti grunsamlegur. Manneskjunni dauðbrá þegar hún leit nánar ofan í pokann og sá að í honum var nýfætt barn vafið inn í handklæði.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.

Sex stiga frost var úti þegar barnið, sem er stúlka, fannst. Lögreglan óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kunna mögulega að búa yfir upplýsingum um hverra manna stúlkan er og hvetur móður hennar eindregið til þess að gefa sig fram.

Þrátt fyrir kuldann og að hafa aðeins handklæði til að halda á sér hita er litla stúlkan sögð ósködduð en er sem stendur undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Lögreglan hefur tilkynnt fundinn til félagsmálayfirvalda.

Fólk sem kann að þekkja til stúlkunnar eða móður hennar er beðið um að hafa samband við lögregluna sem allra fyrst.

Yfirlögregluþjónn þakkaði manneskjunni sem fann barnið og segir að viðkomandi hafi haldið hita á barninu þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hann þakkaði einnig vitnum sem dvöldu á vettvangi til að ræða við lögreglu og bráðaliða og segir þau hafa átt sinn þátt í að bjarga lífi stúlkunnar.

Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af heilsu og velferð móðurinnar þar sem hún hefði þurft á aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda í kjölfar þess að hafa fætt barn. Heilbrigðisstarfsfólk og sérþjálfaðir lögreglumenn séu tilbúin til að aðstoða hana. Hún er eindregið hvött til að hafa samband í síma eða einfaldlega mæta á næsta spítala eða lögreglustöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“