fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Laug til um krabbamein dóttur sinna – Rakaði hana sköllótta og tók við peningagjöfum

Pressan
Mánudaginn 15. janúar 2024 06:42

Pamela Reed. Mynd:Noble County Sheriff's Office.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pamela Reed, 41 árs, situr nú í gæsluvarðhaldi í Ohio í Bandaríkjunum, grunuð um fjársvik og þjófnað. Hún hafði spunnið upp mikinn lygavef um veikindi dóttur sinnar. Allt miðaði þetta að því að afla henni fjár og voru lygarnar þannig upp settar að vinir, ættingjar og skóli dótturinnar áttu ekki að uppgötva sannleikann um heilsufar hennar.

En nýlega var svikamyllan stöðvuð þegar lögreglan handtók Pamela. New York Post segir að hún eigi yfir höfði sér ákæru fyrir að ljúga til um veikindi dóttur sinnar, segja að hún væri með krabbamein, blind og með hvítblæði. Til að gera lygarnar enn meira sannfærandi rakaði hún hárið af höfði stúlkunnar.

Nærsamfélagið brást vel við og var háum fjárhæðum safnað fyrir þær mæðgur svo dóttirin gæti fengið nauðsynlega læknishjálp. Fékk Pamela mörg þúsund dollara í gegnum þessa svikamyllu.

Þegar hún reyndi að sannfæra skólayfirvöld um að dóttir hennar, sem er nú sjö ára, væri blind vaknaði grunur hjá skólahjúkrunarfræðingi um að ekki væri allt sem sýndist. Hún uppgötvaði að stúlkan var ekki blind og fór í framhaldinu að skoða sjúkrasögu hennar og sá þá að stúlkan var hvorki með krabbamein né hvítblæði eins og Pamela hélt fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið