En nýlega var svikamyllan stöðvuð þegar lögreglan handtók Pamela. New York Post segir að hún eigi yfir höfði sér ákæru fyrir að ljúga til um veikindi dóttur sinnar, segja að hún væri með krabbamein, blind og með hvítblæði. Til að gera lygarnar enn meira sannfærandi rakaði hún hárið af höfði stúlkunnar.
Nærsamfélagið brást vel við og var háum fjárhæðum safnað fyrir þær mæðgur svo dóttirin gæti fengið nauðsynlega læknishjálp. Fékk Pamela mörg þúsund dollara í gegnum þessa svikamyllu.
Þegar hún reyndi að sannfæra skólayfirvöld um að dóttir hennar, sem er nú sjö ára, væri blind vaknaði grunur hjá skólahjúkrunarfræðingi um að ekki væri allt sem sýndist. Hún uppgötvaði að stúlkan var ekki blind og fór í framhaldinu að skoða sjúkrasögu hennar og sá þá að stúlkan var hvorki með krabbamein né hvítblæði eins og Pamela hélt fram.