Málin teygja sig allt aftur til 2007 að sögn ABC 13 og KHOU 13.
Hargrove var handtekin eftir að fyrrum nemandi hennar leitaði til lögreglunnar og sagðist hafa átt í ástarsambandi við Hargrove, sem var þá kennarinn hennar, frá því að hún var 15 ára. Stóð sambandið í tvö ár að sögn konunnar en hún er nú á þrítugsaldri.
Sambandið átti sér stað utan skóla en Hargrove var kennari stúlkunnar á þessum tíma.
Hargrove hefur verið vikið frá störfum vegna málsins.
Hún var velliðin í skólanum, hefur meðal annars verið kjörinn kennari ársins.
James Fitch, lögreglustjóri í Clute, sagði í samtali við ABC 13 að því miður komi mál af þessu tagi sífellt oftar upp.